Agent Fresco:Lightbulb Universe Gagrýni:) Þetta er mín fyrsta grein og ég vona að hún geri eitthvað gagn og sé ekki allveg útí hött en munið að ég reyndi mitt besta og er öll neikvæð comment um hversu lélegt þetta er og um stafsetninga villur eru afþakkaðar:D

Eins og hér fyrir ofan stendur heitir platan (EP) sem ég ætla að reyna að gagrýna heitir Lightbulb Universe og er með hljómsveitinni Agent Fresco, Þeir báru sigur úr bítum á Músíktilraunum í fyrra eða árið 2008 og kom platan út 2 desember 2008 og fékk fimm K frá tímaritinu Kerrang.


Meðlimir Hljómsveitarinnar eru:

Arnór Dan Arnason:Söngur.
Borgþór Jónsson:Rafmagnskontrabassi.
Hrafnkell Örn Guðjónsson:Trommur.
Þórarinn GuðnasonGítar/Hljómborð


Lag Nr 1. He Is Listening(0:56)
Þetta er góð byrjun á plötunni, lagið er einskonar intro og er mjög öflugt með skemmtilegu riffi og trommurnar í næsta lagi byrja í lokinn og mynda brú yfir í það. Sem sagt mjög skemmtileg tilbreyting. (8/10)


Lag Nr 2. Eyes Of A Cloud Catcher (4:48)
Þetta er líklega eitt frægasta lag með þeim og er mjög grípandi með skemmtilegu píanói í byrjun og dettur síðan í massa riff og þaðan í viðlag sem er mjög grípandi, trommurnar og gítarinn er tær snilld og sömuleiðis söngur og bassinn til fyrirmyndar. (8/10)


Lag Nr 3. Silhoutte Palatte (3:00)
Mjög rólegt lag með grípandi byrjun, Söngurinn er mjög góður og sömuleiðis allur hljóðfæraleikur, Þetta er finnst mér vera slakast en langt frá því að vera lélegt. (7/10)

Lag Nr 4. Tiger Veil( 5:24)
Eitt af bestulögunum þeirra á plötunni, sterk byrjun, gott riff, góður bassi, góðar trommur, góður söngur, allt í þessu lagi er frábært mjög proggað og gott og með flottasta rólega kafla í heimi þar sem í 1 mín er bara rólegt plokk á gítar. Frábært lag (9.5/10)

Lag Nr 5. Above These City Lights (4:07)
Mjög sterk byrjun og skemmtileg þótt hún fari ekki vel í alla en svo kemur hálpartinn rólegur kafli eiginlega allt lagið nema í lokinn þá kemur byrjinar riffið aftur. Bassinn í þessu lagi er geðveikur, sömuleiðis allur annar hljóðfæraleikur. Textinn inniheldur ljóðið Suicide's Note
eftir Langston Hughes. (7.5/10)

Lag Nr 6. Tape End (5:25)
Lokalagið á plötunni, rosalega spes lag þar sem söngurinn er meira svona tal en kemur sammt mjög vel út, Eins og fyrr er allur hljóðfæraleikur til fyrirmyndar og þetta lag er í heildina bara mjög gott og ekkert úta það að seyja nema endirinn, hann er svona gítar sarg sem ágerist og ágerist æi 2 mín eða svog og endar og maður tekur ekkert eftir því fyrr en í lokin og þá er maður með ´blússandi hausverk en þetta er sammt dálítið kúl. (8/10)


En allt í allt er þetta frábær plata en ég gef henni heildar einkunina (8/10) Ein sem ég hef útá hana að setja er lokin og hversu fá lög eru á henni, en þau eru einungis 6 með introinu. Hljóðfæraleikurinn á þessari plötu er snilld enda unnu þeir allir verðlaun fyrir hann á músíktilraunum 2008 (fyrir utan Arnór) En þessi plata er mjög góð og ég mæli með henni fyrir alla sem hafa áhuga á góðri tónlist:)

Takk fyrir mig og ég vona að þetta hafi verið gagnlegt:D