Þetta var skrifað út á Skógarströnd en ég vinna þar mest alla virka daga og hef ekkert internet samband þannig að mér leiðist stundum á kvöldin.

Ástæðan af hverju ég hef síðustu 20 ár er því ég hef kynnt mér íslenska tónlist miklu betur á því tímabili en fyrir, og ég vildi ekki að þið færuð að kynna mér fyrir fullt af gömul slögurum(þekki samt alveg slatta, bara ekki nógu mikið). Ég er samt ekki alveg viss hvenær 2 af lögunum eru samin en þau er nógu góð til að komast á þennan lista hvort sem er.

Fyrir þá sem ætla að segja að það vantar lag, eru ósammála mér um uppröðunina, finnast sum lög ekki eiga heima þarna, eða ætla að vera með einhvern kjaft við mig, vil ég minna á að þetta er ekki ykkar álit, þetta er eingöngu mitt álit. Hefur nokkuð oft komið fyrir að fólk tekur ekki eftir því.

Til að hafa þetta sem fjölbreytilegast hef ég aðeins eitt lag á hvert band. Ef ég veit um link að laginu á netinu þá hef ég hann með neðst.
Það eru auðvitað einhver lög síðustu 20 ár sem ég hef ekki heyrt, en hérna er listinn minn, njótið.


15: Sign – Rauða Ljósið
Byrjunarriffið er með því kröftugasta sem ég hef heyrt með þessari hljómsveit. Krafturinn minnkar smávegis þegar lengra kemur í lagið en heldur vel þeim krafti út lagið. Söngurinn er mjög góður og viðlagið er með mest grípandi sem þeir hafa gert.

14: Andlát – You Bleed The Same Blood As I
Sigurvegarar Músiktilrauna árið 2001.
Röddin í söngvaranum er verulega sérstök en passar samt vel við. Eins og Rauða Ljósið er byrjunarriffið verulega kröfugt, en mér finnst krafturinn haldast mjög vel út lagið. Hljóðið í þessu lagi verð ég að hrósa fyrir, það er frábært og ekkert minna en það.
Heyra má lagið hér.

13: Ham – Musculus
Ég reyndar veit ekki nákvæmlega hvenær þetta lag var samið en hef það samt á listanum, enda er þetta það gott lag. Live útgáfan af þessu lagi(Skert Flog) er hreint of beint frábær. Það var helvíti svalt að hafa kvartett að syngja þennan verulega sérstaka texta. Fá riff í þessu lagi en mjög þétt og góð.
Heyra má hluta af laginu hér.

12: Bróðir Svartúlfs – Fyrirmyndar Veruleika Flóttamaður
Sigurvegarar Músiktilrauna árið 2009.
Þeir sem þekkja mig(eða vita eitthvað um mig) vita að þessi tónlist er ekki mín uppáhalds, reyndar hlusta ég ekkert á rapp. En ólíkt mörgum öðrum rapphljómsveitum er þetta heil hljómsveit og hefur fjölbreytileg áhrif. Viðlagið er gott(þó ég á verulega erfitt með að skilja hann, en það kemur alltaf fyrir þegar ég hlusta á rapp), gítarsólóið og bassalínurnar eru grípandi og lokakaflinn er alltof þungur til að geta verið flokkaður sem rapp, sem er gott að mínu mati. Þeir verðskulduðu sigurinn.
Heyra má lagið hér.

11: Foreign Monkeys – Love Song
Sigurvegarar Músiktilrauna árið 2006.
Þetta er jafngott og hvað það er sérstakt. Söngurinn er sérstakur, riffin eru frekar sérstök og millikaflinn er….. ég hef ekkert annað orð; sérstakt. En þetta helst vel saman og er mjög gott. Smáöskrið í endanum kemur líke mjög vel út. Ég virkilega þarf að sjá þetta lag live þar sem mér finnst þeir vera miklu kröftugri live en á plötunni.
Heyra má lagið hér.

10: Lada Sport - Blame It On The Dead Guy
Ég hef heyrt eitthvað af plötunni þeirra og það heillar mig ekki mjög mikið. Samt sem áður er þetta fimm ára gamla lag með þeim verulega flott. Það er ennþá skemmtilegra að sjá þetta lag á upptökunum þeirra frá Músiktilraunum árið 2004(lentu í 2. sæti) þar sem trommuleikarinn stendur sig betur, söngvarinn hefur skemmtilegt útlit og miklu betra hljóð en þær upptökur sem ég á.

9: Gone Postal – Moth
Áreiðanlega eina íslenska dauðarokks lag sem ég hef fílað strax og ég heyrði það fyrst. Hraðinn er mjög góður, jafnvel miða við önnur lög með þeim, skemmtilegt að slamma með þessu lagi og inniheldur bestu bassalínuna á þessum lista. Verður gaman að heyra í þessu á Eistnaflugi, vonandi.
Heyra má lagið hér.

8: Agent Fresco - ???
Sigurvegarar Músiktilrauna árið 2008.
Ég hef aldrei vitað hvað þetta lag heitir, en hef heyrt það nokkrum sinnum á tónleikum og finnst alltaf jafngaman að heyra það. Þetta er þar að auki lagið sem sýnir að mínu mati að gítarleikarinn er sá hæfileikaríkasti af þeim, en hann tekur verulega flott sóló. Miða við að þetta er 8. uppáhalds íslenska lagið mitt síðustu 20 ár þá var ég frekar pirraður þegar ég sá að það var ekki á EP-plötunni þeirra.
Heyra má lagið hér.

7: Severed Crotch - Breath Of Hatred
Rugl fyrir suma, eðalteknískt íslenskt dauðarokk fyrir aðra(þar á meðal mig). Á smáskífunni sem þetta lag er sýna þeir að þeir hafa breyst ágætlega mikið síðan EP plata þeirra, Soul Cremation, kom út. Meiri teknísknar pælingar, færri endurtekningar, oftar brotið taktinn en samt er hægt að hlusta á þetta og fíla vel. Clean gítarspilunin er mjög flott, þó að einhverjum ástæðum heyrist ískur í hurð.
Heyra má lagið hér.

6: Júpiters – Kóngasamba
Eins og með Musculus, er ég ekki alveg viss hvenær þetta lag var gefið út, en hef það samt á listanum. Þetta lag passar engann veginn á þennan lista, jazz með smá áhrif frá suður-amerískri tónlist. Þetta er samt alveg voðalega vel spilað á öll hljóðfærin(sem eru þónokkur), og eru allar melódíurnar gull. Þetta lag er af plötunni, Tja Tja, mjög góð plata.

5: 200.000 Naglbítar – Hæð Í Húsi
Áreiðnlega eina hljómsveitin sem ég get ekki verið 100% hlutdrægur , enda eru tveir meðlimir hljómsveitarinnar náskyldir mér. Mikið af þessu lagi er grípandi; trommurnar, söngurinn, viðlagið og lúðramelódía sem kemur allt í einu og helst í eina og hálfa mínútu.

4: Diabolus – Inhumane
Fxxk já, hvað ég var alltaf ánægður þegar þeir tóku þetta lag á tónleikum(var verulega ósáttur á WOM, þó þeir stóðu sig mjög vel). Krafturinn er frábær, söngvarinn skilar sínu mjög vel, riffin eru frábær og mjög djúp og sólóin eru mjög góð. Synd að þeir séu ekki starfandi lengur.

3: We Made God – Bathwater
Ég hef alveg verulega mikið af böndum hérna sem hafa keppt í Músiktilraunum. We Made God, 200.000 Naglbítar, Agent Fresco, Lada Sport, Foreign Monkeys, Bróðir Svartúlfs, Andlát og Sign. Allt við þetta lag er frábært. Löng grípandi riff, frábær söngur(og er textinn í undirskriftinni minni þegar ég skrifaði þetta), og fínn kraftur. Langbesta lagið af plötunni As We Sleep(þó hin séu nú ekki alslæm)
Heyra má lagið hér.

2: Sigur Rós - Svefn-g-englar
Hérna er annað lag sem einkennist af löngum melódíum. Þetta lag kemur af sjálfsögðu frá plötunni Ágætis Byrjun sem læt Sigur Rós fá góða athygli í útlöndum, og var grein í Morgunblaðinu fyrir stuttu um útgáfatónleika þeirra í Íslensku Óperunni, sem var fyrir rúmum 10 árum. Söngurinn er það sem heillaði mig strax við þetta lag, fer hátt upp, vel sungið, og ég skil ekki neitt sem hann segir(enda pæli ég meira í sönglínunum frekar en textana sem er sérstakt þar sem ég sem slatta af textum). Hin hljóðfærin eru samt ekki slæmt, enda er þetta lag í 2. sæti. Mjög fallegt lag.
Heyra má lagið hér


1: Jet Black Joe – Freedom
Frá því ég heyrði þetta lag fyrst(sem var fyrir svona fjórum árum) hef ég verið ástfanginn af því. Þetta er, btw, eina lagið á listanum sem hefur kvensöngvara(sem ég því miður man ekki hvað hét, væri flott ef einhver gæti sagt mér það) og syngur hún það fantavel. Á tónleikunum þeirra í Laugardalshöll fyrir ári, kom hún fram og söng lagið alveg jafngott og í studio, ólíkt Páli sem hefur misst slatta af grunge-rödd sinni. Byrjar verulega fallega með góðu hljómborði, endar síðan að vera kröftugra og raddað á mjög góðan hátt. Sum af ykkur ættu að kannast við þetta lag, en þetta var hringitóninn hjá Írisi kvikmyndinni Reykjavík/Rotterdam.

Vona að þetta hafi verið áhugavert og ég afsaka málfræði og stafsetningavillur og alhæfingar(ef það eru einhverjar)

sabbath