Í nóvember 2007 gáfu þau út sína fyrstu breiðskífu og hlaut hún nafnið Sticky Situation. Hún var gefin út í samvinnu við bresku útgáfuna AWAL sem m.a hefur unnið með hljómsveitum á borð við Arctic Monkeys og The Klaxons. Inniheldur platan 11 frumsamin lög sem að mestu leyti voru tekin upp sumarið 2007 í hinum ýmsu félagsheimilum austur á landi.
Hljómsveitin samanstendur af fimm meðlimum, þeim Halla, Ragga, Lilju, Janusi og Benna, en sá síðastnefndi gekk til liðs við hljómsveitina þegar platan var tilbúin og er því tiltölulega nýr. Til gamans má geta að fjórir meðlimir bandsins tengjast fjölskylduböndum. En í hljómsveitinni eru einmitt tveir bræður, systir þeirra og kærasti hennar.
Bloodgroup spilaðu í sitt annað skipti á Iceland Airwaves árið 2007 og fengu í kjölfarið góða dóma innlendra og erlendra fjölmiðla og má því segja að þau séu aldeilis búin að vekja á sér athygli fyrir bæði góða sviðsframkomu og skemmtilega tónlist. Þrjú af þekktustu lögum hljómsveitarinnar eru án efa Red Egypt, The Carpenter og eitt af vinsælustu lögum landsins í dag, Hips Again, sem flestir ættu að kannast við.
“24 Tímar í Sólarhringnum - 24 Bjórar í Kassa TILVILJUN?”