Record Records ehf. er splunkunýtt íslenskt útgáfu- og dreifingarfyrirtæki. Markmið fyrirtækisins er að vera sanngjarnt gagnvart listamönnum í stað þess að vera sama svínið og meirihluti íslenskra útgáfufyrirtækja og vinna því mikið með listamanninum og hugsa um hag beggja aðila en ekki bara að græða.
Record Records er með mjög öfluga dreifingu á Íslandi og er alltaf til í að vinna með skemmtilegum hljómsveitum. Útgáfan er einnig að fara af stað og geta hljómsveitir og listamenn sem hafa áhuga á að gefa út hjá Record Records haft samband til koma til skila demó upptökum eða fullkláruðu efni.

Fyrsta verkefnið er dreifing á fyrstu breiðskífu íslensku sveitarinnar Coral, The Perpetual Motion Picture og er sú plata komin í allar helstu plötubúðir landsins.

Record Records er á myspace: http://www.myspace.com/indierecordrecords
Record Records er með heimasíðu: http://www.record-records.com