Gott fólk
Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Lada Sport kom út 9. júlí 2007. Platan er gefin út af Geimsteini og ber hún heitið Time and Time Again og inniheldur 11 frumsamin lög.
Fyrsta smáskífa plötunnar, Love Donors, var í spilun á íslenskum útvarpsstöðvum síðasta sumar en önnur smáskífan er í spilun núna og er í 1. sæti á Coke Zero lista Reykjavík FM.
Á plötunni fær Lada Sport til liðs við sig góða gesti. Þórð Hermannsson á selló, Margréti Soffíu Einarsdóttir á fiðlu, Gísla Stein Pétursson á gítar, Eirík Rafn Stefánsson á trompet, Katrínu Mogensen í bakraddir, Ívar Schram flæðir eitt lag og síðast en ekki síst syngur Axel Árnason bakraddir með strákunum auk þess að hafa stjórnað upptökum.
Time and Time Again inniheldur lögin:
1. Love Donors
2. The World Is A Place For Kids Going Far
3. Last Dance Before An Exection
4. Trampoline
5. Once Caring Souls
6. Gene Pacman
7. Our Lives In Lighthouses
8. Holocaust
9. Tango In The Valley Of Death
10. Where Is Our Sunday?
11. Leví, It's Time To Wake Up
Þið getið heyrt 3 lög af plötunni á myspace síðu hljómsveitarinnar http://www.myspace.com/ladasport