Noise Mér leiddist alveg svakalega þannig ég ákvað að gera hér stuttu grein um hljómsveitina Noise.

Noise eru:
Einar Vilberg- Gítar/vocals
Stefán Vilberg- Bassi
Hörður Birkisson- Trommur
Hilmar Birkisson- Gítar

Noise hafa gefið út tvo diska Pretty Ugly nóv. 2003 og Wicked nóv 2006.
Noise er ein af fáum núverandi íslenskum hljómsveitum sem ég nenni að hlusta á, ég byrjaði samt bara að hlusta á þá í fyrra gegnum vin minn sem sýndi mér þessa hljómsveit. Enn Noise hefur fegnið frábærar umfjallanir í blöðum eins og rolling stone og the iceland grapewine.

Hljómsveitinn Noise var stofnuð árið 2001 af bræðrunum Einari og Stefáni Vilberg og var Hálfdán á trommum. Stuttu eftir það tóku þeir upp þrjú lög Hate, Freeloader og Loner, Freeloader var nokkuð vinsælt hér, í Noregi og Svíþjóð. Nóvember 2003 gáfu þeir út diskinn Pretty Ugly og var hún tekin upp af Rafni Jónssyni.
Svo var það ekki fyrr en nóv. 2004 sem Höddi gekk í liðs við hljómsveitina í staðinn fyrir Hálfdán. Wicked kom út nóv. 2006 og og var upptökum hennar stjórnað af Ragnar Sólberg og einning hljóðblöndun ásamt Noise. En það var stuttu eftir það sem Noise varð 4 manna hljómsveit þegar Bróðir Hödda, Hilli gekk í liðs við hljómsveitina sem rhythm gítar.

Að mínu mati eru Noise mjög góðir og ég vonast til þess að heyra meira frá þeim fljótlega.
Ef þú vilt kynna þér þessa Hljómsveit geturu heyrt lögin þeirra Ride the Wave og Quiet á www.myspace.com/noise1

Takk fyrir mig
Shh My Common Sense is Tingling