Hlustendaverðlaun FM Einsog flest allir líklega vita sem hlusta á útvarp, horfa á sjónvarp eða lesa dagblöð þá var hlustendahátíð FM í gangi síðastliðinn þriðjudag þann 23 febrúar. Ég hef mínar skoðanir á þessu öllu saman enda harður áhugamaður um tónlist. Mig langar til að fjalla aðeins um þessi verðlaun og verðlaunahafa og dæma aðeins þá sem standa á bakvið FM-957.

Þetta voru tilnefningarnar og sigurvegararnir eru gerðir feitletraðir:

Hljómsveit ársins:

Ampop
Jeff Who?
Nylon
Sálin
Trabant

Nýliðar ársins:

Ampop
Jeff Who?
Silvía Nótt
Trabant

Söngvari ársins:

Birgir (Ampop)
Bjarni Hall (Jeff Who?)
Magni
Ragnar Kjartansson (Trabant)
Stefán Hilmarsson (Sálin)

Söngkona ársins:

Halla Vilhjálms
Klara
Ragnheiður Gröndal
Regína Ósk
Silvía Nótt

Plata ársins:

Ampop – My Delusions
Jeff Who? – Death Before Disco
Nylon – Nylon
Sálin – Undir Þínum Áhrifum
Trabant – Emotional

Lag ársins:

Jeff Who?- Barfly

Magni – Hvar Sem Ég Fer
Nylon – Loosing a Friend
Silvía Nótt – Til Hamingju Ísland
Trabant – Nasty Boy

Myndband ársins:

Jeff Who? – Barfly
Í Svörtum Fötum – Paradís
Nylon – Closer
Skítamórall – Hún
Trabant – The One

Tónleikar ársins:

Bó & Sinfó
Bubbi 060606
Rockstar í Höllinni
Sálin & Gospel
Sigur Rós Klambratúni

Rosalega var eitthvað pínlegt að skrifa þennan lista niður. Ég er að spá, er fólkið á FM gjörsamlega á sýru og búin að missa það? Byrjum á byrjuninni.

Hljómsveit ársins, svo sem allt í lagi að það hafi verið Jeff Who? í staðinn fyrir eitthverja aðra enda búnir að spila mikið og vera mikið í spilun á síðastliðnu ári.

Nýliðar ársins, Silvía Nótt er að mínu mati eini “raunverulegi” nýliði ársins. Hinir nýliðarnir voru nýliðar árið 2005 (að mínu mati).

Söngvari ársins, týpískur og í raun fyrirsjáanlegur sigurvegari. Á þetta alveg skilið en rosalega týpískur valkostur. Auðvitað hann Magni.

Söngkona ársins, guð minn almáttugur. Ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér við íslenskt tónlistarlíf þá er það Nylon! Klara er að mínu mati engan vegin réttmætur sigurvegari. Ragnheiður Gröndal eða Regína Ósk eru svo miklu hæfileikaríkari söngkonur en hún Klara og co. að það hálfa væri nóg. Hvernig er svo hægt að tilnefna eina af fjórum stúlkum sem syngja sem heild? Fáránlegt.

Plata ársins, það eru þrjár plötur allavega sem komu út árið 2005 (Death Before Disco, Emotional og My Delusions) sem eru tilnefndar. Fyrir utan það átti Sail to the Moon nýja platan með Ampop að vera tilnefnd í staðinn fyrir My Delusions. Sálin er hljómsveit sem ég hef aldrei náð að fýla nema þá helstu partý lögin og mér er svona nett sama með það að þeir hafi unnið. Betra samt að þeir hafi tekið þetta en ekki Nylon!

Lag ársins, Barfly kom út árið 2005 en það má vel vera að það hafi kannski verið lag ársins enda nauðgað (út um allar gönur) af FM 957! Einnig kom Nasty Boy út árið 2005. Silvía Nótt að mínu mati réttmætur sigurvegari með sitt lag enda listamaður með meiru (þó hún hafi ekki samið lagið sjálf).

Myndband ársins, jæja! Hvað var það sem heillaði ykkur kæru kjósendur svona rosalega við myndbandið hjá Nylon. Ég hef ekki séð eins tilgerðarlegt og asnalegt myndband á minni ævi og þetta myndband með Nylon. Greinilegt að smá píkur voru við kosningarvöld á netinu því þetta er alveg skelfilegt að sjá. Myndbandið við lag Jeff Who?, Barfly, var án efa sigurvegari í þessum flokki enda hefur greinarhöfundur ekki séð eins flott myndband við íslenskt lag síðan að Popp TV hét og var (þar voru mörg myndbönd). The One myndbandið var líka fínt.

Tónleikar ársins, Rockstar í Höllinni komst ekki nærrum því upp að hlið tónleika Sigur Rósar sem eru stærstu og flottustu tónleikar sem á Íslandi hafa verið haldnir. Að velja Rockstar sell out drasl fram yfir raunverulega listamenn er þvílíkt hneyksli. Reyndar held ég að liðsmönnum Sigur Rósar hafi einfaldlega verið skítsama enda engin verðlaun í þeirra augum. Tónleikarnir með Bubba voru líka frábærir!

Þetta er það sem ég hafði að segja um þessa verðlaunahátíð sem mér finnst hafa algjörlega skitið uppá bak. Einu verðlaunin sem ég var sáttur við áttu að koma árið 2005 en ekki 2006. Magni, Nylon, Rockstar og Sálin eru týpísk nöfn fyrir svona verðlaunarhátíðir og er það sárt að sjá. Ég er engan vegin sáttur við þetta allt saman og hvað þá fólkið sem var að kjósa! Mér á líklega aldrei eftir að líka vel við þessa útvarpstöð og öllu sem henni fylgir enda asnaleg með meiru!

Takk fyrir mig..