Jæja, núna er lokið þriðja trivianu held ég hér á /islensk. Í þetta skiptið tóku ekki nema 5 manns þátt sem mér finnst vera slæm þáttaka, skemmtilegra ef það væru fleiri. En hér eru allaveganna svörin og úrslitin.

1. Tveir fyrrum liðsmenn hljómsveitarinnar múm prýða umslag plötu hljómsveitarinnar Belle & Sebastian. Hverjir voru það? (full nöfn)(2 stig)
Kristín Anna og Gyða Valtýsdætur


2. Hvaðan af landinu er hljómsveitin Tony The Pony?(1 stig)
Húsavík

3. Hvaða mánaðardag spiluðu Sigur Rós seinast í laugardalshöllinni?(1 stig)
27. nóvember (2005)

4. Íslenskum tónlistarmanni var lengi líkt við Frank Sinatra, þegar hann reyndi fyrir sér erlendis og kallaði sig þá Iceblue. Hver er tónlistarmaðurinn.(1 stig)
Geir Ólafsson


5. Hvaða hljómsveit samdi lagið “Síðasta ástin fyrir pólskiptin” og á hvaða plötu kom það lag?(2 stig)
Hljómsveitin Maus og lagið var á plötunni Lof mér að falla að þínu eyra


6. Hálf íslenskur tónlistamaður samdi lagið “How about that?” og gaf út samnefnda plötu. Hvað kallar hann sig og hvaðan er hann ættaður annars staðar en frá Íslandi?(2 stig)
Gísli, hann er hálf Norskur


7. Hvaða hljómsveit samdi tónlistina fyrir myndina Nói Albínói?(1 stig)
Slowblow


8. Hvað heitir frumraun hljómsveitarinnar Lödu Sport?(1 stig)
Personal Humour


9. Hvað heitir frumraun hljómsveitarinnar Amiina? (eitt stig)
Animamina


10. Hver hitaði upp fyrir Emilíönu Torrini í Fríkirkjunni í Reykjavík fyrir ári?(1)
Þórir (My summer as a salvation soldier)

En allir sem tóku þátt fengu stig.

Yggur 11 stig
Eikig 6 stig
Egoman 1 stig
Ammarolli 10 stig
Ordinary 8 stig


Ég vona bara að fleiri taki þátt í næsta trivia.
It's dolemite baby!!!