Íslensk tónlist Það er einsog að það sé fyrst núna sem fólk er almennilega farið að taka eftir “góðu” hljómsveitunum á Íslandi, allavegana ekki langt síðan. Í gegnum tíðina hafa “smápíkuhljómsveitir” á borð við Á móti sól, Í svörtum fötum, Írafár, Land & synir, Skítamórall og fleiri “skemmtilegar” sveitir skyggt allverulega á hina raunverulegu flytjendur sem gefa ekki út plöturnar sínar til að skapa vinsældir hjá aldurshópunum 10 – 14 ára. Það virðist líka vera tíska hjá þessum “smápíkuhljómsveitum” að gefa alltaf út plöturnar sínar rétt fyrir jólin svo huglausu ömmurnar geti keypt þær fyrir litlu barnabörnin sín í jólagjöf. Verð þó að hrósa þeim fyrir sniðugt sölutrikk!


Þessar “smápíkuhljómsveitir” hafa riðið feitum hesti í gegnum tíðina og finnst mér það afar óverðskuldað. Þróunin er samt orðin jákvæðari og alltaf eru fleiri og fleiri góðar hljómsveitir að komast fram á sjónarsviðið og hinar eldri góðu að gefa út betra og betra efni. Á meðan þessar gömlu, útum öll göt nauðguðu “smápíkuhljómsveitir” eru farnar að dala. Hins vegar skaust enn ein píkuhljómsveitin upp stjörnuhimininn, en það var hjómsveitin Nylon sem hefur fengið ágætis athygli út fyrir okkar strandir. Og það skil ég hreinlega ekki, ef hljómsveit einsog Nylon getur fengið góða athygli á Bretlandseyjum með hjálp góðra umboðsmanna geta aðrar mun betri einnig gert það. Þá er ég að tala um hljómsveitir einsog Ampop sem hefur þó fengið eitthverja athygli, Bang Gang, Dikta, Ensími, Jeff Who?, Jet Black Joe, Hjálmar, Leaves, Maus, Pétur Ben, Quarashi, Shadow Parade, Singapore Sling, Trabant, Worm is Green og fleiri. Björk, Sigur Rós, Sykurmolarnir og kannski Mugison og Gus Gus eru einu af þeim fáu hljómsveitum sem hafa getið sér eitthvað nafn útí heimi. Þá sér í lagi Björk og Sigur Rós. Vanmetnasta hljómsveit Íslands að mínu mati er og hefur verið í dágóðan tíma Leaves, þá sérstaklega vanmetin hjá mínum aldurshóp. Leaves hefur verið líkt við hljómsveitir á borð við Coldplay, Radiohead, Starsailor og fleiri góðar og því óskiljanlegt að þeir hafi ekki fengið meiri athygli en ella. Þeir hafa samt sem áður komið sér eitthvað á framfæri útí Bretlandi og gáfu út plötuna sína Breathe þar. Svo ég mæli eindregið með því lesendur góðir að þið sækjið efnið þeirra en þeir hafa gefið út tvær breiðskífur auk þess að gefa út sunnudags smellinn “Sunday Lover”.


Meginástæðan fyrir því að þessar góðu hljómsveitir eru kannski ekki að ná að festa sig í sessi nógu vel hér á landi er kannski vegna þess að flestir söngvararnir syngja textana sína á ensku. Ekki hjálpar svo til hvað íslenskar hljómsveitir eru farnar að sýna miklar framfarir að fólk á erfitt með að greina á milli hvort um íslenskar eða útlenskar hljómsveitir eru að ræða. Jet Black Joe er kannski besta dæmið þessu til rökstuðnings, margir sem ég hef talað við hafa haldið að hún sé af erlendri grundu sem hún er vitanlega ekki, ekki minni maður en Páll Rósinkranz tendrar míkrafóninn með sinni seðjandi rödd fyrir framan ansi hæfileikaríka hljóðfæraleikara. Hún hefur þó leitt undir lok að ég held en fyrir nokkrum mánuðum síðan gaf hún út sína fyrstu plötu eftir margra ára hlé. Einnig finnst mér að útvarpsstöðvarnar mættu fara að taka sig saman í andlitinu í sambandi með spilun á ýmsum lögum en til dæmis byrjaði “Barfly” með Jeff Who? ekki í spilun fyrr en um 1 ári eftir að diskurinn þeirra kom út, sem er með eindemum óskiljanlegt. Svo nauðga þeir alltaf einu lagi með hverjum flytjanda í stað þess að hafa þetta svolítið fjölbreytt og setja fleiri lög með hverjum flytjanda í spilun, svo maður fái nú ekki í kok af góðu lögunum. Með þessum orðum held ég að ég kveðji í bili en þetta voru mínar hugleiðingar í garð íslenskrar tónlistar. Takk…