Hljómsveitin Hjálmar (huldusveitin Hjálmar) var stofnuð árið 2004 í Keflavík, eins og margar aðrar hljómsveitir hér á landi.
Tónlistarstefna Hjálmar var íslenskt reagge, sem fékk svo nafnið lopapeysu-reagge.
Við upptökur á fyrri plötu sveitarinnar var hljómsveitarskipan eftirfarandi:
Þorsteinn Einarsson- Gítar og söngur,
Petter Winnberg-Bassi,
Kristinn Snær Agnarsson - Trommur
Guðmundur Kristinn Jónsson- Gítar,
Sigurður Guðmundsson- hljómborð og söngur.
Fyrri Plata sveitarinn, Hljóðlega af stað, var hljóðrituð í Geimsteini, Keflavík, og fékk góðar viðtökur hér heima fyrir.
Reyndar svo góðar viðtökur að hún vann til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2004 sem besta rokkplata ársins.
Eftir tónleikahald og frí eftir fyrri plötu Hjálma var ákveðið að taka upp aðra, en einhverjar mannabreytingar höfðu átt sér stað.
Kristinn Snær hætti og svíinn Nils Olof Törnqvist gekk í liðs við sveitina til að spila á trommur,
auk þess sem annar svíi, Mikael Svensson, gekk til liðs við sveitina í þeim tilgangi að spila á hljómborð.
Í águst 2005 var byrjað að taka upp seinni plötu sveitarinnar, sem fékk einfaldlega heitið Hjálmar.
Platan var tekinn upp daganna 15. til 19. águst í félagsheimilinu að Flúðum,
“þar sem hljómsveitarmeðlimir lágu og hvíldu sig í jarðböðum á milli laga.” - eins og stóð í Fréttablaðinu.
Eftir þónokkra tónleika voru þeir síðustu haldnir á skriðuklaustri þann 29. águst á þessu ári.
Tilkynning kom svo frá sveitinni stuttu seinna um að hún sé hætt.
2 lög hafa komið út frá því að Hjálmar hættu, en það eru lögin “Ólína og Ég” sem er gamalt stuðmannalag,(sem má nálgast hér)
og smáskífan “Saga úr sveitinni” með samnefndu lagi kom svo út fyrir stuttu, en Saga úr sveitinni er lag eftir Megas.
Mín skoðun er að Hjálmar séu ein besta íslenska hljómsveit fram til þessa,
með góðum lagasmíðum og frábærum textum. En það er bara ég ;)
Ég veit að þessi grein er í styttri kanntinum, en það var aðalega vegna lítið af heimildum og hversu stuttur lífaldur hljómsveitarinnar var.
Takk fyrir mig, Yggur.