Þá er triviunni lokið að þessu sinni, aðeins 5 tóku þátt sem mér finnst vera alltof lítið. En annars eru spurningar og svör svona:

1.Hver er ábyrgur fyrir hljómsveitarnafninu Trúbrot? Það er Árni Johnsen, eins og svo mörgu öðru
2.Hvaða íslenski söngvari lést af slysförum 28. mars 1978? Vilhjálmur Vilhjálmsson
3.Hvaða íslenska hljómsveit hitaði upp fyrir Placebo árið 2004? Maus
4. Hver spilaði á trommur með Hjálmum á fyrri plötu þeirra? Kristinn Snær Agnarsson
5. Með hvaða hljómsveit kom Dr.Gunni fyrst fram á sviði? Dordinglum
6. Hvað heitir Megas réttu nafni? Magnús Þór Jónsson
7. Hvaða íslenski trommari spilaði með með hljómsveitinni SYN rétt áður en hún breyttist í YES? Gunnar Jökull Hákonarson
8. Í hvaða hljómsveit var Gunnar söngvari coral áður? 3 G's
9. Hvaða hljómsveit á lagið wma3? Dikta
10. Hverjir hafa verið trommuleikarar í sálinni hans jóns míns? Pétur Grétarsson, Rafn Jónsson, Magnús Stefánsson, Jóhann Hjörleifsson, Tómas Jóhannesson, Birgir Baldursson

Það var mest hægt að fá 15 stig útúr þessu, en efsta sætið var með 12 stig, tekið skal fram að full nöfn þurfti til að fá stig.

Og þá er ekkert eftir nema að tilkynna úrslit



1. PetuRgunnarsson 12 stig
1. Kongull 12 stig
3. ammarolli 7 stig
4. yggur 6 stig
5. Kerslake 0 stig

Já það varð stórmeistarajafntefli að þessu sinni, allir að klappa fyrir PetuRgunnarsson og Kongull