Þeir hafa trúðinn en þá vantar trúbador
lag & texti: Bubbi Morthens

Nú er komið að því að ég ætla mér að reyna að skoða og túlka lagið „Þeir hafa trúðinn en þá vantar trúbador“ eftir Bubba sjálfan. Í stuttu máli sagt fjallar þetta lag um framboð stjórnmála flokks, nánar tiltekið Sjálfstæðisflokksins. Ég áætla að þetta sé samið í alþingiskosningum árið 1991 þrátt fyrir að platan líti ekki dagsljósið fyrr en árið 1993.

Árið 1991 leiddi Davíð Oddsson Sjálfstæðisflokkinn til sigurs í alþingiskosningunum og er hann þessi umræddi trúður sem lagið fjallar um. Ég hef aftur á móti ekki alveg áttað mig á því hver þessi trúbador er, hvort það er Bubbi sjálfur eða einhver mótherji eða samherji Davíðs það hef ég bara ekki áttað mig á.

Hér á eftir ætla ég að fara í gegnum erindi fyrir erindi og skrifa niður eftir hvert þeirra hvað ég held að það fjalli um.

Textinn:

Ég er staddur á stað þar sem línan liggur
og lífið hjá fólkinu er svart og hvítt
þar er listamaðurinn glaður, þægur og þiggur
í þriðja sinn styrkinn til að gera eitthvað nýtt.
Á fjögra ára fresti þeir ganga í gömul spor
gjaldið til baka er heldur ekkert slor
Þeir hafa trúðinn en þá vantar trúbador.


Maðurinn er staddur á þannig stað að það er lína sem skilur hann frá stjórnmálum og lífið hjá fólkinu er einfalt. Listamenn fara sínar leiðir og gerir það sem honum hentar í sköpun sinni til að gera nýja hluti.
Það eru svo kosningar á fjögra ára fresti eins og við þekkjum öll og þá fara allir frambjóðendurnir í gömlu sporin og far að þekkja lífið sem fólkið lifir og þeir lifðu eitt sinn, setja sig í gömlu sporin. Þeir bjóða gull og græna skóa til að fá traust fólksins og atkvæði.
Þeir hafa trúð (í þessu tilviki Davíð Oddsson) til að tala en þeir hafa ekki trúbador til að flytja málstaðin á sinn áhrifaríka hátt.

Ég er staddur á stað þar sem línan liggur
mér leiðist fólkið sem stjórnar þar
ef þú hefur þrælslund, ert duglegur og dyggur
og draumar þínir stangast ekki á við reglurnar
þá skaltu ganga múlbundinnog máta þeirra spor
og merkja þig fuglinum fyrir næsta vor
Þeir hafa trúðinn en þá vantar trúbador.


Enn er maðurinn staddur á þessum stað og hann tjáir leiða sinn á þeim mönnum sem stjórna landinu. Þeir segjast ætla að gera hvað sem er fyrir þig ef þú ert duglegur að aðstoða þá og tryggur þeim. Þú færð að ganga í lið með þeim um tíma og stendur með flokknum í kosningunum um vorið. Aftur er skotið til Davíð Oddssonar.

Ungur heyrði ég að hugsjón væri dyggð
og hlustaði á flokkana tala um þessa tryggð
og þeir sem enga hugsjón hafa halda kannski það
hamingjan sé fólgin í að hreyfast ekki úr stað.


Frá unga aldri heyrði hann talað um að vera trúr og dyggur flokknum sínum og hafa hans hugsjón sem sýna og vera ekki að skipta um flokka eða skoðanir.

Ég er staddur á stað þar sem línan liggur
og loforðin vaxa á flokksins vör
smælinginn hann týnir upp loforðin tryggur
og tekur á sig skítverkin en fær aldrei svör
Þeir hringja og vilja kaupa kjarkinn þinn og þor
kannski vantar flokkinn aðeins betra skor
Þeir hafa trúðinn en þá vantar trúbador


Flokkarnir bæta stöðugt við loforðum og þeir sem minni máttar eru grípa hvert loforð og halda að þeir fái eitthvað og vinna leiðinlegu vinnuna til að fá loforðin uppfyllt sem aldrei verður svo.
Fólkið sem er að setja sig í spor frambjóðendanna hringir í fólkið í landinu til að reyna að draga til sín atkvæðin og bæta skorið sitt.

Ég er staddur á stað þar sem lygin liggur
sem línan er dregin og skilur að
hægri og vinstri og ég horfi á hryggur
hvernig þeir leiða fólkið á sinn merkta stað
Og ég geng frá línunni og legg mín eigin spor
lækurinn sem rann svo tær er orðinn drullufor
Þeir hafa trúðinn en þá vantar trúbador.


Hér er talað um að línan sé dreginn milli vinstri og hægri flokkanna og hvernig flokkarnir eru að leiða fólkið í gildrur og láta það merkja við sig og ýta svo í burtu. Maðurinn gengur í burtu og ákveður leið sína sjálfur en tæra umhverfið er orðið að menguðu skítugu umhverfi eftir allar herferðirnar sem búið er að herja á mennina með til að næla í atkvæðin.

Eftir orð:

Þetta var mín túlkun á texta þessa lags og auðvita hafa allir sína túlkun á textum en ég held þetta gæti verið nærri því sem lagið á að fjalla um. Endilega látið ykkar skoðun í ljós hvað þið lesið út úr textanum.