Jæja þá eru úrslitin kunn úr fyrstu Triviunni. Fimmtán stig voru í boði. þáttaka var ekkert alltof góð, vil sjá fleiri taka þátt í þeirri næstu!
En jæja, svona endaði þá.
1. sæti - Eikig með 8 stig
2-3. sæti Godmender og Kongull með 7 stig
4-6 sæti. Neonballroom, PetuRgunnarsson og Gauthals með 5 stig.
7. sæti Tommibaun með 3 stig
8. Larch með 2 stig.
Svörin
1. Spurt er um hljómsveit. Hljómsveit þessi var stofnuð fyrir svokallað ‘Blues Brothers’ kvöld á brodway árið 1987 af tónlistarmanni nokkrum og þáverandi útvarpsmanni ->Sálin Hans Jóns Míns. =>Gauthals og eikig voru með þetta rétt. (eitt stig)
2. Hvað heitir stofnandi rokk.is? ->Hákon Hrafn Sigurðarson. => PetuRgunnarsson, Kongull, neonballroom og godmender voru með þetta rétt. (eitt stig)
3. Með hvaða hljómsveit tóku Jónsi og Kjartan úr Sigur Rós þátt í músiktilraunum árið 1995? ->bee spiders => Larch, Kongull, Godmender, PetuRgunnarsson og neonballroom. (eitt stig
4. Hvaða tónlistarmaður gaf út diskinn “love in the time of science”? -> Emilíana Torrini => eikig, PetuRgunnarsson, neonballroom, godmender og kongull .(eitt stig)
5. Hvað heitir fyrsti diskur The Telepathetics? ->Ambulance => Gauthals, eikig, PetuRgunnarsson, neonballroom, godmender og kongull. (eitt stig)
6. Í hvaða hljómsveit var erlendi tónlistarmaðurinn sem spilaði á Maus disknum "lof mér að falla að þínu eyra? ->Cure => Gauthals, eikig og godmender. (eitt stig)
7. Hvað heitir hljómsveitin sem Dave Grohl, forsprakki Foo Fighters, fékk til að hita upp fyrir tónleika Foo Fighters árið 2003? ->Nilfisk =>Larch, Gauthals, eikig, PetuRgunnarsson, neonballroom, godmender og Kongull. (eitt stig)
8. Hverjir syngja saman lagið Hr. Rokk og fýlustrákurinn af plötunni Abbababb -> Rúni Júl og Jón Gnarr => þetta vissi enginn! Það voru þó þónokkrir sem fengu eitt stig fyrir þessa spurningu og það voru: Gauthals, Godmender og Tommibaun (fengu allir eitt stig fyrir að segja Rúni Júl)
9. Hvað heitir fyrsti diskur Bjarkar og hvenær kom hann út? -> Hét bara einfaldlega Björk og kom út 1977 => enginn með þetta rétt heldur.
10. Hljómsveit ein var stofnuð árið 2004 fyrir tilstilli eins manns, í dag er hljómsveitin búin að gefa út tvo diska sem báðir hafa orðið mjög vinsælir. Fyrsta lag hljómsveitarinnar sem var upprunalega samið af annarri hljómsveit varð mjög vinsælt. Hver er hljómsveitin og hver er maðurinn sem stofnaði hljómsveitina? ->Nylon og Einar Bárðarsson => eikig, Kongull og Tommibaun
Allir að klappa fyrir Eikag sem fær að sjá um næstu triviu!