Ég fékk þennan disk í afmælisgjöf. Þetta er gömul lög með Bubba í nýjum búningi og eitt nýtt lag( Grafir og Bein). Bubbi syngur og spilar á kassagítar og munnhörpu en það er ekki spilað á önnur hljóðfæri á geisladisknum. Nema í grafir og Bein þar spilar Óskar Páll Sveinsson á hljómborð og tamborínu.
Diskurinn er 78 min og hann er rosalega góður. Mér finnst reyndar lögin betri í upprunalegum útgáfum en það breytir því ekki að þetta er magnaður diskur. Þetta er eins og fara á tónleika með Bubba þegar hann er einn, syngur og spilar á kassagítar og munnhörpu. Bubbi velur ekki vinsælustu lögin og Bubbi sagði að það kæmi eflaust fleiri svona diskar enda á hann nóg af efni. Nýja lagið Grafir og Bein er mjög gott og hefur verið í þónokkri spilun. Bubbi lengir sum lögin og hægir sem er alls ekki slæmt t.d er Ísbjarnablús 6.30 mín. Það er mjög hæg útgáfa af laginu en mjög góð útgáfa. Með vindinum kemur kvíðinn kemur skemmtilega óvart hafði heyrt það áður en minnti ekki að það væri svona rosalega gott lag. Gallar, Hrognin eru að koma, mér finnst kassagítarsútgáfa vera miklu verri en útgáfan á Ísbjarnablús. Bubbi nær líka að láta Kyrrlátt Kvöld vera hálf pirrandi þegar hann er ekki að syngja textann. Og er að bulla eitthvað. Annars er diskurinn góður í gegn.Mér finnst best að hlusta á diskinn ef ég ligg upp í rúmi og hlusta á hann í ró og næði, enda Bubbi rosalega góður á gítar og textarnir eru rosalega góðir.
Sem sagt
4 rjómabollur
Hápunktar: Syneta og Kveðja
Ekki nógu gott: Hrognin er að koma og Kyrrlátt Kvöld