Ég gerði þetta fyrst fyrir síðuna www.blog.central.is/lifun
Unun
1993 stofna Dr. Gunni og Þór Eldon hljómsveitina Unun. Nafnið á hljómsveitina er ákveðið meðan þeir spila Scrabble. Kristín gengur til liðs þeirra sem söngkona og æfingar eru haldnar í íbúð Dr.Gunna. 1.april 1994 fer Unun í stúdíó og hljóðritar lag sem Unun semur ásamt Rúnari Júl. Lagið “Hann mun aldrei gleym'enni” kemur út 17.júní og verður sumarsmellur. Meðan á upptökum stendur kemur í ljós að Kristín er alls ekki nógu góð og staðinn kemur Heiða. Í Desember gefur Smekkleysa út fyrstu plötu Ununar sem heitir, Æ. Henni er fylgt eftir með einhverjum tónleikum, Dr. Gunni spilar á Bassa, Heiða syngur og spilar á gítar, Obo spilar á trommur og Jóhann Jóhannsson spilar á hljómborð. Jóhann hjálpar þeim að taka upp Æ en fer svo í hljómsveitina Lhooq.
11.janúar 1995 leikur Unun “Lög Unga fólksins” í þáttinum, Á tali með Hemma Gunn. Æ er kosin besta plata ársins á Íslandi. Unun verður óvænt mjög vinsæl og eignast rosalega marga aðdáendur. Um vorið byrjar Unun að þýða textana á Æ yfir á Ensku. Unun sveitaböllin með trompi og einnig koma út um sumarið, 2 cover lög með Unun og Páli Óskari á safnplötunni “H-spenna”. Um haustið kemur út enska útgáfan af Æ sem heitir Super Shiny dreams og kemur út í Evrópu og íBandaríkjunum og frá september til nóvembers fer Unun í tónleika ferðalag um Evrópu. Unun spilar meðal annars í Danmörku, Frakklandi og Sviss. Mattíhas Hemstock sem spilar á trommur og Valgeir Sigurðsson sem spilar á hljómborð, hafa gengið til liðs við Unun.
Árið 1996 er gengið í garð og 20. janúar hitar Unun og The Brodski Quartet upp fyrir Björk á tónleikum í Manchester. Dr.Gunni er fótbrotinn á vinstri fæti og því þarf hann að spila á sviðinu sitandi í stól. Unun og The Brodski Quartet hita aftur upp fyrir Björk í Bournemouth. 25.janúar hita Unun og Goldie upp fyrir Björk á Wembley. Það er mikill áhugi fyrir Unun í útlöndum. Slatti af Útgáfufyrirtækjum biður Unun á mat, Unun skrifar undir samning hjá Polygram en samt enginn plötusamningur. 17.júní spilar Unun á Lækjartorgi, síðustu tónleikar Mattíhas Hemstock með hljómsveitinni. Birgir Baldursson kemur í hans stað á trommur. 11.september spilar Unun á Eurospotting Festival í Danmörku. Unun er aðalbandið á síðustu tónleikunum á hátíðinni ásamt The Pansies frá Finnlandi og Los Planetas frá Spání. Tónleikarnir eru sendir út af fjölmörgum Evrópskum útvarpstvöðum. Dr. Gunni sagði að þetta væru bestu tónleikar Unun til þessa.
27.júní 1997 spilaði Unun í gula tjaldinu á Hróaskeldu hátíðinni í Danmörku. Tjaldið var fullt af fólki en það var reyndar líka rigning úti. Unun spilar á slatta af tónleikunum þetta árið. Unun skrifar undir hjá Deceptive og Í ágúst kemur út 4 laga smáskífa á ensku með Unun, You do not exist, fær í lagi umfjallarnir. Í október kemur út barnaplata, Dr.Gunna og vina hans - Abbababb. Prumpufólkið verður rosalega vinsælt, en vekur einnig hneykslun sumra fullorðna, annars er þetta frábær plata þó þetta sé barnaplata.
1998 riftir Deceptive samningum við Unun. Það er komin þreyta í hópinn en í júní kemur út 4 laga smáskífan, Bones, með Unun. 2.júlí eru síðustu tónleikar Þórs Eldon með Unun á Mydt Fin Festivali í Danmörku. Að lokum eru Dr.Gunni og Heiða búin að fá nóg af þessu og fara í stúdíó að taka upp, Ótta, aðra plötu Ununar. Allir aðrir meðlimir Ununar hætta en þrír aðrir ganga til liðs við Unun, þetta eru. Birna Helgadóttir á hljómborð, Viðar Hákon Gíslason á bassa og Þorvaldur H. Gröndal á trommur. Í byrjun nóvember kemur svo Ótta út og fyrstu tónleikar nýju Ununar eru 6. nóvember í Reykjavík.
Í mars 1999 fer Unun í velheppnað tónleika ferðalag um Osló, Lettland, Eistland og Finnland. Í júní fer svo Unun aftur til Finnlands og heldur fjóra tónleika. 17.júní eru síðustu tónleikar Ununar. 2. júli hætta Viddi, Doddi og Birna í Unun og Dr.Gunni og Heiða eru ein eftir. 16.júlí er Unun hætt, nema kannski comeback 2010. Árið 2000 komu út sólóplötur Heiðu og Dr.Gunna
Mér finnst Æ og Ótta mjög góðar plötur. Þetta er frekar mikið þýðing en ég ákvað að gera þetta því ég fann hvergi sögu Unun á Íslensku
Heimildir
Heimasíða Ununar http://this.is/unun
Heimasíða Dr. Gunna http://this.is/drgunni