Stuðmenn.
Hljómsveitin Stuðmenn er ein af uppáhalds hljómsveitunum mínum. Hún hóf feril sinn sem einkabrandari í Menntaskólanum við Hamrahlíð einhvern tíma í kringum árið 1970.
Hljómsveitin fékk nafn sitt í ökuferð þegar þeir Jakob Fríman Magnússon og Valgeir Guðjónsson voru að reyna að finna nafn á hljómsveit sem átti að troða upp einu sinni og aldrei meir, og markmiðið var að finna eins hallærislegt nafn á þetta fyrirbæri og hægt var. Nafnið Stuðmenn varð ofaná því þeir félagar töldu ógerning að finna nokkuð hallærislegra, lákúrulegra og kjánalegra nafn.
Upprunalegir liðsmenn sveitarinnar eru Egill Ólafsson,
Jakob F. Magnússon, Sigurður Bjóla, Tómas M. Tómasson og
Valgeir Guðjónsson.
Árið 1982 gerðu Stuðmenn og Grýlurnar (Ragnhildur Gísladóttir, Herdís Hallvarðsdóttir, Inga Rún Pálmadóttir og Linda Björk Hreiðarsdóttir) söngmyndina “Með allt á hreinu” sem sló í gegn á Íslandi.
Tveimur árum seinna (1984) gerðu Stuðmenn svo myndina “Hvítir mávar” sem sumir segja að sé bara mistök.
Ragnhildur söng ásamt Stuðmönnum inn á plötuna Grái fiðringurinn og smám saman þróuðust málin á þá lund að hlutur
Ragnhildar með Stuðmönnum varð æ meiri og aðdáendum hljómsveitarinnar fannst sem Ragnhildur ætti orðið heima í þessari ágætu gleðisveit.
Valgeir hætti síðan árið 1988 og Ragnhildur Gísladóttir gekk til liðs við sveitina.
Árið 2004 gáfu Stuðmenn út sína þriðju mynd, “Í takt við tímann”. Í takt við tímann greinir að mestu frá sömu persónum og komu fram í kvikmyndinni Með allt á hreinu, nema hvað nú eru þær persónur 22 árum eldri og væntanlega reyndari líka.
Stuðmenn eru í upphafi myndar aðeins lítið tríó á hótelbar á Spáni, þó að hljómsveitarstjórinn Frímann eigi sér enn drauma um litríkan frama á tónlistarbrautinni. Í myndinni er Dúddi löngu hættur að róta og leggur stund á öllu andlegri störf og virðist sá eini sem hefur slegið almennilega í gegn.
Tökur myndarinnar hófust í Tívolí í Kaupmannahöfn í september 2003, vetrartökur fóru fram í febrúarlok, en aðaltökur í sumar sem leið. 30 ný lög eru í myndinni.
Stuðmenn hafa gefið út sextán diska á þrjátíu og fimm ára ferli sínum, þessar plötur eru:
http://www.studmenn.is/