Spunakvöld í Kink og Bank
Markmið Spuna er að stuðla að almennum spuna, í hvaða formi sem er. Öllum er velkomið að taka þátt, eina skilyrðið er að viðkomandi mæti á undirbúningsfund og tilkynni atriði sitt til þátttöku.
Á liðnum Spunakvöldum hafa komið fram fjölmargir listamenn en eðli formsins vegna er alveg óvíst hverjir koma fram á hverju Spunakvöldi, það ræðst á undirbúningsfundum. Hægt er að skoða myndir af liðnum Spunakvöldum á http://where.is/spuni
Þátttaka og áhorf eru öllum heimil að endurgjaldslausu.
Spunakvöldið er haldið í Klink og Bank miðvikudaginn 5. október og hefst dagskráin kl. 21.00 með undirbúningsfundi.
Að venju er öllum heimil þátttaka sem fylgja nokkrum einföldum reglum
Spunakvölda.
1. Mæta ekki síðar en kl. 21.00 þegar undirbúningsfundur hefst.
2. Tilkynna þar sitt atriði og raðast í dagskrá.
3. Hefja sinn spuna á þeim tíma sem dagskrá segir til um.
Nánari upplýsingar á http://where.is/spuni