Bubbi er mín fyrirmynd. Persónulega finnst mér textarnir hans virkilega flottir og maður þarf að pæla í þeim flestum þó nokkuð lengi til þess að komast að því hvað verið er að meina með þeim.
Þetta er eitthvað sem mér finnst enginn annar en Bubbi getað gert.

Bubbi hefur gefið út alls 53 plötur, ef ég fer með rétt mál, og þá ættu lögin að vera um 473.
Þá eru það heilar 35 sólóplötur, 6 með Utangarðsmönnum og 4 með Ego. Svo eru einhverjar með Megasi og fleirum.

Ásbjörn Kristinsson Morthens fæddist í Reykjavík þann 6.júní 1956, yngstur fjögurra bræðra. Hann bjó mestan hluta bernsku sinnar á Íslandi en fluttist svo til Danmörku og var þar allt til ársins 1973 þegar hann fluttist aftur heim.
Bubbi kom fyrst fram einn með gítarinn sinn á tónleikum sem voru haldnir í veitingahúsinu í Glæsibæ.

Fyrsti diskur Bubba var gefinn út árið 1980 og hét hann Ísbjarnarblús, er samt ekki viss með að ártalið sé rétt.

Fimm plötur sem Bubbi er ánægðastur með:
Ísbjarnarblús, hans fyrsta plata.
Kona
Sögur af landi
Von Kúpuplatan
Nýbúinn


Ég keypti mér diskinn Sögur 1990-2000 og finnst mér þetta bara hinn ágætasti diskur. Samt eru lög sem mér finnast standa upp úr, og þá er ég að tala um textana.

Sumar konur-3 Heimar

Sumar konur hlæja eins og hafið
Í höndum þeirra ertu lítið peð.
Aldrei skaltu svíkja þannig konu,
Sál þína hún tekur og hverfur með.

Þannig konu karlinn skaltu varast.
Kallaðu á drottinn, það hjálpar ekki neitt.
Það sefur enginn sálarlaus maður,
Sársaukanum fær enginn breytt.

Og í nótt
Munu bræður mínir gráta.
Og í nótt
Munu bræður mínir gráta,
Með hjörtun særð og blá.

Að vakna sem sálarlaus maður,
Líta til baka og vita inni í sér,
A konur sem hlæja eins og hafið
Í brjósti sínu geyma sorfin sker.

Sumar konur hlæja eins og hafið,
Í höndum þeirra ertu lítið peð.
Aldrei skaltu svíkja þannig konu
Sál þína hún tekur og hverfur með.





Sá sem gaf þér ljósið-Allar áttir

Bókin segir allt sem er,
Allt sem er býr í þér.
Þú ert hann, hanner þú.
Hamingjan er hin sanna trú.

Bókin segir allt sem er,
Allt sem er býr í þér.
Elska skaltu náungann,
Elska skaltu náungann.

Vita skaltu vinur minn
Fyrir ofan himininn
Er einn sem ofar öllu er;
Sá sem gaf þér ljósið.

Faðir regnsins og regnbogans,
Réttlát eru verkin hans,
Trjánum gaf hið græna lauf
Gegnum myrkrið ljós hans smaug.

Þröngur virðist vegur hans,
Sá vegur er leiðin til sannleikans,
Orð hans gefa og færa frið,
Faðirinn vakir þér við hlið.

Faðir tímans og alls sem er
Faðir þess góða sem grær í þér.
Þjófur eða kóngur hann krýnir þig,
Í kærleikans nafni snerti mig.

Þeim sem áttu enga von
Ást sína gaf hann og sinn son.
Menn benda á þig og gera grin
Þessi gaf herranum árin sín.

Bókin segir allt sem er,
Allt sem er býr í þér.
Þú ert hann, hann er þú.
Hamingjan er hin sanna trú.

Bókin segir allt sem er,
Allt sem er býr í þér.
Elska skaltu náungann,
Elska skaltu náungann.



Mitt uppáhalds lag samt með Bubba er lagið Trúir þú á engla. En þetta er bara mín skoðun…hvaða lög finnast ykkur bestu lögin á þessum disk: sögur 1990-2000..ef þið hafið ekki hlustað á hann þá segjið mér hvaða lög ykkur finnast best með Bubba…vonast eftir skemmtilegum svörum og góðum umræðum um þennan mjög svo sérstaka (á góðan hátt) og góða textahöfund (mín skoðun).