Hljómsveitin Astara sem kemur alla leið frá Mosfellsbæ hefur legið í smá dvala undanfarið. Strákarnir gengu í gegnum smá mannabreytingar fyrr í vetur og tóku þær smá toll af sveitinni.
Astara gaf nýverið út 3laga kynningar diskinn “Alright Alright Alright” sem gefinn var út á vegum Aim for the head útgáfunni. Diskurinn fékk góða dóma og fékk lagið Fields of Tomorrow að óma á útvarpstöðum landsins.
Nú er sveitin komin tvíefld til leiks og kynnir nýtt video sem komið er í spilun Skjá Einum ásamt því að kassagítarsballaðan December Man er farin að hljóma á öldum ljósvakans. Videoið var skotið á 3.hæð skemmtistaðarins 22. þar sem Jón Sæmundur Auðarson, einning þekktur sem Nonni í Nonnabúð, hefur innréttað með Dead þemanum og öðrum listaverkum.
Astara startar svo sumrinu með tónleikum
laugardaginn 11 júní á Bar 11 Laugarvegi.
Hefjast tónleikarnir kl 23:00 og er frítt inn.
Ásamt Astara koma the Pre-Cut´s fram. Ekki missa af þessu.
*Allar nánari upplýsingar um bandið er að finna á heimasíðu Astara
http://www.astaragroove.com
*http://www.astaragroove.com/video.htm -> Beinn linkur á videoið.
Later Gato