Solid I.V. & Brain Police & Mínus tónleikarnir

Voru kl. 17:00, 12. Mars 2005 á “Gauki á stöng”, frítt inn og ekkert aldurstakmark…
Ég las um þessa tónleika í Fréttablaðinu (kl. 3), og frétti seinna af þeim á MSN.
Ég lagði fljótlega af stað (kl. 4), í: Úlpu, KoRn bol, Gallabuxum, 2 hauskúpuhringi, sokkum, nærbuxum og skóm.
Síðan labbaði ég niður að Gauki á stöng og var kominn 16:27, semsé 33 mínútur í tónleikana.
Ég þekkti engann í röðinni en fljótlega komu nokkrir sem ég þekkti, en ég var mestmegnis einn á tónleikunum, meiri stemning.
Solid I.V. byrjuðu tónleikana/hituðu upp. Það var bara helvíti næs og myndaðist pyttur í öllum 3 lögunum þeirra. Suðið í eyrunum mínum var rosalegt, strax!
Síðan komu Brain Police á svið og ég var strax orðinn sveittur og mjög heitt (enda í úlpu). Síðan liðu nokkur lög við úber stemningu, þangað til að aðalparturinn þeirra (að mínu mati) kom: “Mr. Dolly” það var algjör snilld!!! Ég var einn af fremstu í hrúgunni svo ég náði að snerta söngvarann uþb. 11 sinnum!!!
Hingað til hafði allt gengið friðsamlega, fyrir utan það að ég fór einu sinni undir, en komst strax aftur upp *yay*.
Áður en Mínus komu á svið var Chop Suey! með System of a down spilað, besta lag í heimi.
Eftir það komu Mínus og salurinn KLIKKAÐIST! Þarna gjörsamlega sprakk stemningin, ALLIR voru í pytti við fyrstu lögin! Við svona fyrstu 4 lögin var Krummi aðallega að einbeita sér að því að syngja, og það tókst helvíti vel ;)… Síðan þegar hann var beint fyrir framan mig ákvað ég að lyfta hendinni (einsog þegar fólk gefur fimmuna) og viti menn, Krummi tók í hendina á mér !! *alsæla* Þannig að ég var sá fyrsti sem fékk fimmuna/handtak frá honum *alsæla aftur*… Eftir þetta fóru margir að gera þetta og hann Krummi einbeitti sér betur að áhorfendunum, eftir þetta náði ég að snerta hann oft því hann var rosa mikið fyrir framan mig (og munið ég var fremst). Eftir svona 6 lög fóru allir að biðja um “Kolkrabbann” en þeir nenntu því ekki :O en tóku 3 ný lög í staðinn!!! *þriðja alsælan*, og síðasta lag þeirra (nýtt) var tileinkað Dimebag (fyrrv. gítarleikara PanterA sem var drepinn nýlega)! Þegar því var lokið hoppaði Krummi aðeins út í salinn, hálfum metra frá mér og allir voru að reyna að snerta hann og ég var í helvíti góðu færi svo ég hélt aðeins um hendina á honum og náði að snerta hárið =)
Eftir að þeir kvöddu (og tónleikarnir enduðu) fóru flestir út, en ekki ég ! Ég beið og fékk áritun frá Jenna (söngvaranum í Brain Police) á hægri hendina (tók hann 4 sársaukafullar tilraunir til að skrifa, ég var svo sveittur að það tókst ekki), síðan fann ég plakat sem hann (Jenni) var búinn að árita, og bað Krumma (söngvara Mínus) um að árita það, og hann fór með það upp fyrir MIG og áritaði það fyrir MIG (engann annan), hann skrifaði: “Krummi” og "Ástríða er Allt!) *fjórða alsælan*
muuuu