Hér kemur smá grein um hljómsveitina Maus sem er að mínu mati ein af bestu hljómsveitum Íslendinga. Meðlimir Sveitarnar eru Birgir Örn Steinarson, Daníel Þorsteinsson, Eggert Gíslason og Páll Ragnar Gíslason.
Birgir Örn Steinarson eða Biggi er söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar. Hann vinnur einnig sem blaðamaður. Hann er fæddur 17. Maí 1976. Daníel Þorsteinsson einnig þekktur sem danny “krei-C” er trommari hljómsveitarinnar. Hann er fæddur 26. Apríl 1976. Eggert Gíslason er bassaleikari og vefstjóri “www.maus.is”. Hann vinnur hjá tölvufyrirtæki og er fæddur 24. Nóvember 1976. Páll Ragnar Gíslason eða bara Palli er gítarleikari hljómsveitarinnar og hann er fæddur 25. Júlí 1977.
Hljómsveitin Maus var stofnuð í Apríl árið 1993. Í Mars árið 1994 unnu Maus Músíktilraunir sem er stórt skref fyrir allar hljómsveitir sem eru að byrja í tónlistarbransanum. Svo ekki svo löngu seinna gáfu þeir út sína fyrstu plötu “Allar kenningar heimsins”. Árið 1995 skrifuðu Þeir plötusamning við plötufyrirtækið Spor og ekki svo löngu seinna kom platan “Ghostsongs”. Árið 1997 eftir smá hlé gerðist svoldið óvænt. Roger sem spilaði á hljómborðinu í The cure spilaði með Maus á nokkrum lögum af plötunni þeirra “Lof mér að falla að þínu eyra” . Árið 1998 unnu Maus Íslensku tónlistarverðlaunin sem besta hljómsveit ársins.
Svo 23.Október árið 2004 spiluðu þeir á Icelandic airwaves ásamt Leaves, Keane og Honeymoons. Þeir spiluðu líka árið 2003 á Icelandic airwaves þann 17. Október á Gauk á stöng með Daysleeper, Brain Police, Tv on the radio, Prosaics, Captain comatoes, Audio Bullys og Alfons X. Laugardaginn þann 31. Júní árið 2004 spiluðu þeir á “Summerstage festival” í Central Park ásamt Jagúar og Vínyl vegna þess að það var lögð sérstök áhersla á Íslenska músík þann dag í Central Park. Þann 7. Júlí spiluðu Maus í Laugardagshöllinni á undan hinni ágætu hlómsveit Placebo. Árið 2001 spiluðu Maus með Modest Mouse en Modest Mouse eru nýbúnir að gefa út plötu sem heitir “Good News For People Who Love Bad News” og hún á að vera með bestu plötum ársins 2004 samkvæmt nýskrifuðum greinum af “www.Hugi.is”. Þessir sameiginlegu tónleikar Maus og Modest Mouse voru haldnir á Gauk á stöng Sunnudaginn 8. Júlí 2001. Árið 2000 fóru Maus til Los Angeles og spiluðu á tónleikum þann 5. Maí með Quarashi og GusGus.
Árið 1994 kom fyrst breiðskífa strákanna í Maus “Allar kenningar heimsins… og ögn meira”. Þessi plata fékk þó nokkuð fína dóma frá Morgunblaðinu. Árið 1995 kom platann “Ghostsongs” og var mikil bæting á þessari plötu frá þeirri síðustu. Árið 1997 kom platann “Lof mér að falla að þínu eyra”. Þessi plata er bara alger klassík og þetta er plata sem ég á líklega aldrei eftir að gleyma vegna þess að hún er full af krafti og skemmtun. Árið 1999 kom platann “Í þessi sekúndubrot sem ég flýt” og er þetta enn ein frábær plata sem kemur frá Maus. Þeir voru ekki hættir því árið 2003 kom platan “Musick” Þetta stikki er snilld hún inniheldur lögin “A selfish need”, “Musick”, “How far is too far?”, “My favourite excuse”, “If you stay”, “Emotional Morsecodes”, “Without caution”, “Life in a fishbowl”, “Replacing my bones”, “The whole package”, og “Glerhjarta”.
Þetta var allt takk fyrir lesturinn.