Þegar ég var á leiðinni heim úr skólanum í dag í strætó ákvað ég að skrifa grein um hljómsveitina BoB.
Bob er að mínu mati allra besta hljómsveitin á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Ég veit að það eru ekki allir sammála mér, enda smekkur manna misjafn, og ég hef heyrt suma segja að Bob sé alls ekki góð hljómsveit en það er mikill misskilningur.
Meðlimir Bob, einnig þekktir sem Bobbarar, Bobbar, Bobbingar, Bobbys, Bobbittar eða Boobies, eru fjórir talsins. Það eru gítarparið Finnur Kári Jörgensen Pind og Matti, trymbillinn Friðrik Helgason og Siggi T bassaleikari. Bobbararnir taka ekki hljóðfæraskipan hljómsveitarinnar alvarlega og hika ekki við að spila á önnur hljóðfæri, hljóðfæri hvors annars eða syngja/tala í lögum sínum.
Allir í BoB eru MH-ingar, eins og ég, nema Friðrik sem mig minnir að sé í Iðnskólanum í einhverju rafmagnsfagi, eins og ég. Siggi T er reyndar útskrifaður, eins og ég. Bob er rosalega mikið eins og ég.
Nú ætla ég að fara aðeins yfir sögu hljómsveitarinnar eins og ég upplifi hana;
Einu sinni (fyrir langa löngu) sá ég Matta og Finn spila saman í hljómsveit í lagasmiðakeppni í MH. Þá var Finnur busi en Matti var ennþá í 10. bekk. Núna held ég að þeir séu á 3. og 4. ári. Ég man ekki hvað hljómsveitin sem þeir voru í hét, en ég man að þeir voru með hræðilega lélegan trommuleikara.
Stuttu seinna sá ég að hljómsveitin hafði skipt um nafn og voru að taka þátt í músíktilraunum. Mig minnir að hljómsveitin hafi þá heitið Myrka (en það gæti verið allgjört kjaftæði).
Svo sá ég hljómsveitina Bob í fyrsta skiptið udnir því nafni í sömu lagasmíðakeppni MH-inga ári seinna, ég náði að vísu ekki að sjá allt lagið því að ég var rosa blankur og týmdi ekki að borga mig inn á keppninga en fékk að vera sviðsmaður, af þeim sökum gat ég ekki bar a horft á alla keppnina. Bob þótti mér vera margfallt betri en hljómsveitin sem Finnur og Matti spiluðu í árið áður og ég held að ég hafi aldrei séð hljómsveit (ef tala má um sömu hljómsveit) taka svona miklum framförum.
Ef ég man rétt þá var Friðrik komin á bakvið trommusettið og stúlka sem hét Kolbrún spilaði á risa stóran ljósbláan bassa. Hún var mikið krútt.
Frá þessu kvöldi hef ég fílað bob.
Bob héldu áfram að taka miklum framförum og þéttust aftur á móti þótti mörgum ekki mikið til hljómsveitarinnar koma enda spiluðu þau ekki hið hefðbunda almennings unglinga rokk heldur voru mikið að skemmtilegum tilraunum í gangi. Fólk á oft mjög erfitt með að sætta sig við tónlistamenn sem gera tilraunir. Ég sá þau hér og þar á tónleikum og taldi þau vera efnilegustu hljómsveit landsins en maður komst ekki hjá því að taka eftir hnökrum í hljóðfæraleik og tónlistarfluttningi en það er eitthvað sem kemur oftast með æfingunni. Mér fannst mjög skemmtilegt að allir nema trommarinn sungu eitthvað, þó að það hafi ekki verið neitt lista vel sungið þá hef ég mjög oft meira gaman af fölskum og óteknískum söng frekar en tæknilga fullkomnum Stebba Hilmars söng (djöfull er hann leiðinlegur söngvari).
Það var síðan líklega einhverntíman seint árið 2003 sem Kolbrún hætti í hljómsveitinni. Hún hafði verið svolítill dragbítur hljómsveitarinnar en ég hafði alltaf trú á henni. Hún var oft með engla vængi á tónleikum og horfið einbeitt á vinsti höndina á sér og notaði kjánalegar fingrasetningar (minnir að hún hafi mikið spilað með einum putta). Hún var rosa mikið krútt.
Ég man svo að ég fór á leikriti leikfélags MH og hitti þar Finn og hann segir mér að þau hafi fundið nýjan bassaleikara, hann Sigurð Téson. Hann er elstur í hljómsveitinni. Ég sá Sigurð Tómas í fyrsta skipti spila með BoB á grand rokk (dikta spiluðu líka það kvöldið) og það voru fáranlega góðir tónleikar sem ég gleymi aldrei. Hljómsveitin orðin miklu þéttari og bassin miklu öruggari og grúvaði betur. Með þeim tónleikum komu þeir sér í hóp einna af uppáhaldshljómsveitunum mínum.
Friðrik er einstaklega skemmtilegur trymbill með attitjúdið og spilagleðina. Trommutaktanir hans eru oftast mikil snilld. Fáir trommarar sem ég hef séð tromma af jafnmikilli innlifun og tilfinninga semi og hann.
Gítarleikararnir Finnur og Matti fara sko ekki eftir neinum kennslubókum þegar það kemur að gítarleik og ég get ekki líkt þeim við nokkvurn annan gítarleikara. Finnur á mjög mikið að effektum sem hann notar á skemmtilegan hátt. Ég hef heyrt fólk segja að hann missi sig í effekta notkun en það er bara bull. Ef það er ekki hrifið að effekta notkun getur það bara átt sig og Hlustað á sinn Bubba Morteins. Hann er alltaf með sama sándið.
Bob hafa líkað dundað sér við að taka upp lögin sín. Ég hef hlustað á nokkrar af þeim upptökum og eru þær ferlega skemmtilegar.
Budda bites back er mjög hresst lag með bassalínu sem fetar sig upp eftir dúrhljómnum á meðan gítararnir finna sér viðeigandi spennur og skemmtilegar línur. Lagið er sko heldur betur í steríó og nýtur sín mjög vel í headfónum.
Góður maður sagði að lagið væri allavegana jafn gott og ristabrauð með osti og smjöri.
Under influence og my bloody valentine myndi ég giska á að sé óður til my bloddy valentine sem er líka einstaklega skemmtilega hljómsveit. Lagið einhvernvegin svífur eins og það sé á bleiku skíi og gítareffektanir fá að njóta sín.
Drugy sex og sexy drugs er líka frábært lag. Það er svolítið Sonic Youth-legt sem er bara gott mál því Sonic Youth er líka fáranlega gott band. Upptakan sem ég á er mjög skemmtilegt og það er eins og lagið rétt nái að hanga saman því það er fáranlega mikið laid back. En gítarpælingarnar eru hreint æðislegar og röddin er rosalega viðeigandi.
Bob er hljómsveit sem á alls ekki erendi við alla en ætti svo sannarlega erindi inn á erlendan markað.