Hljómsveitin Astara hefur verið starfandi frá því sumarið 2003 og hefur nú loks lokið við fyrsta afurð sína, EP plötuna “Allright! Allright! Allright!” sem er væntanleg í þessum mánuði á vegum Aim for the head, í bili.
Hljómsveitin hefur verið dugleg við að spila á sveittum bjór og svita-drenched kvöldum víðsvegar um bæinn og hefur notið þónokkurra vinsælda meðal tónleikagesta fyrir líflegt presence á sviði og kraft og fjör. Tónlist sveitarinnar er mjög undir áhrifum sjöunda og áttunda áratugs tuttuggustu aldar, í hljómi, fagurfræði og hugsun og var reyndar stofnuð með því sjónarmiði að endurvekja þá ástríðu fyrir einföldum blues-based lagasmíðum og hamslausum hljóðfæraleik sem einkenndi það tímabil. Myndir eins og Dazed and Confused og Almost Famous eru eins og blueprint fyrir afstöðu meðlima til tónlistar sinnar og lífs.
Fyrsta lagið sem hljómsveitin kynnir heitir The Fields of Tomorrow og er nú hægt að niðurhala því á síðunni Rokk.is (http://www.rokk.is/default.asp?Flytjandi_ID=912&sida=um_flytjanda) en beinn linkur á lagið er: http://www.rokk.is/mp3/a/astara_the_fields_of_tomorrow.mp3
Við vonum að menn opni eyrun og hugann fyrir þessu.
Takk