Ég ætla hér að fjalla um hina margumræddu Lada Sport EP/demo plötu, Personal Humour.
Platan í heild sinni hefur að geyma alveg rosalega góð lög sem Lödu Sport menn hafa verið að taka á tónleikum undanfarna… mánuði.
Platan byrjar af krafti og lagið ,,Level 1” sem er nokkurskonar intro kemur sér vel fyrir sem intro lag. Distortion-aður bassi og skemmtilegar gítarmelódíur. Mjög orkumikið lag sem gefur plötunni góða byrjun.
Svo kemur hið æðislega lag ,,Blame it on the dead guy” sem var líklega fyrsta lagið sem Lada Sport sentu frá sér eftir að Stefnir fór að syngja. Í þessu lagi má heyra Sparta-áhrif og er það ekkert nema gott mál. Ég skil því miður engan veginn hvað Stefnir syngur nema hina ódauðlegu setningu um að rétta honum símann. Lagið er mjög vel spilað og ég held það sé um mikið rokk að ræða á þessu mjög svo flotta lagi.
,,Lets make Sunday a better day” er lag sem fjallar um að gera sunnudaga skemmtilegri daga enda vita allir að sunnudagar eru ömurlegir. Ég var vanur þessu lagi að vera hraðar eins og þegar maður heyrir það á tónleikum en komst svo seinna þessi útgáfa er mun betri. Vel grípandi gítarstef og mjög hresst lag, það fer ekki milli mála. Já, maðurinn sem syngur ,,You want me to stay” kaflann er Halli trommari ef þið voruð að spá í það, afar öflugur þar á ferð. Þetta lag getur lífgað vel uppá marga leiðinlega sunnudaga hjá áheyrenda.
,,Looks like she’s feeding flies again” er ekta rokkslagari, afar flott hjá strákunum og flokkast þetta undir eitt af þeirra bestu lögum. Ég hef sérstaklega gaman af þessari pásu sem kemur og Frikki rífur úr sér feitt bassafill, fíla það. Söngur Stefnis verður aðeins kraftmeiri og hægt er að ná textanum niður. Örugglega besta lagið á disknum.
,,Play With Your Playmate” er næsti frekar óvenjulegi lagatitill og fimmta lag plötunnar. Ég viðurkenni fúslega að þetta er mitt uppáhaldslag með þessum eðalmönnum. Þessu lagi hefur verið líkt við The Cure og The Smiths. Það er já, smáblær af því en þeir halda samt ennþá í sína eigin stefnu sem ég get vara lýst í augnablikinu. Mjög flott lag í alla staði.
6. lag plötunnar er síðasta lagið á disknum, á sinn hátt. En það heitir því skemmtilega nafni ,,Your life is useless, give the rest to me” og er oftast notað sem svona já, outro lag. Mjög snjallt lag og greinilega mest lagt í gítarmelódíur sem sveima um í gegnum allt lagið. Ekkert sungið og er þetta mjög svo líflegt lag sem kemur sér vel þegar um er að ræða.
Forvitnin er mikil meðan eitthver sjávar- og strandarhljóð fara í gang. Þið bíðið í nokkrar mínútur og hvað haldiði? Það er falið lag á plötunni sem heitir ,,When a everyday morning comes”. Mjög útpælt lag. Byrjar á þessu ansi flotta gítar-riffi. En eitthvernveginn tekst þeim að enda þetta lag í ósköpum, en þá meina ég á góðan hátt. Fer í gegnum skemmtilegar stefnu breytingar og endar í algjörri headbanger sprengju sem er auðvitað ekkert nema svalleiki. Þetta lag var hinsvegar ekki tekið upp í stúdíó Tinky Winky en það er komið af Rás 2 upptökunum sem þeir fóru í gegnum nú á dögum.
Umfjöllun minni á plötunni er lokið og gef ég henni 4 ½ af 5, það eina sem mætti bæta eru gæðin í hljóðinu en þetta er auðvitað engin stór plata. Ég bíð spenntur eftir fleiri útgáfum frá þessum piltum úr Hafnarfirði. Eiga algjörlega framtíðina fyrir sér.
Endilega farið útí 12 tóna, Geisladiskabúð Valda, Ósóma eða Skífuna á Laugarveginum og tryggið ykkur eintak, þessi plata er eitthvað sem er peningana virði.
Takk fyrir mig.