Heyrst hefur, að gríðarlegur áhugi sé meðal fólks, varðandi hljómsveitina hjálma. Hefur sveitin farið fremur huldu höfði og virðist erfitt að nálgast upplýsingar af nokkru tagi tengdar henni.
Þó mun nú brátt berast til tíðinda, því á allra næsta leiti mun vera útgáfa fyrstu breiðskífu þeirra félaga. Mun sú skífa innihalda tíu lög, öll í svonefndum reggae-rytma, sem þykir æði smitandi meðal áheyrenda meðan þeir á hlíða. Höfum vér margt gott fyrir okkur í þeim efnum að orðspor sveitarinnar berist nú vítt og breitt um landið. Svo vel hefur þeim tekist til í þau fáu skipti sem opinberlega hefur til þeirra heyrst.
Að vísu er þeim síst láð að halda sig til hlés, þarsem allir unna þeir fósturjörðinni svo, að helst vildu þeir súpa mjólkina beint af spena. Þ.e.a.s. halda meðlimir sig sem mest heima við og sjást sjaldnast á vappi nema í samfloti. Og fáir eru þeir sem kunna náin deili á hjálmum.
En nú á næstunni virðist eitthvað vera að rofa til í stefnu sveitarinnar. Frétst hefur að þeir munu verða ansans iðnir við leik og söng á komandi vikum. Vís bókun mun vera skjalfest um framkomu þeirra á Ljósanótt í Reykjanesbæ, komandi laugardag. Nú síðan verða þeir víst á ferð og flugi, svona eitthvað fram á haustið.
Nú áðurnefnd hljómplata mun svo vera væntanleg í allar góðar hljómplötuverzlanir, skömmu eftir næstu helgi.
Vér aðstandendur, viljum benda á að helstu nánari upplýsingar verða hengdar upp hér, þegar efni þykir til.
Bestu kveðjur.