Jæja hér er ný trivia fyrir ykkur sérfræðingana um íslenska tónlist. Áherslan er tvímælalaust lögð á rokk tónlistina svo að rokkararnir eiga að koma vel út úr þessu. Góða skemmtun og gangi ykkur vel.
1. Hvaða hljómsveit hitaði upp fyrir David Bowie í Laugardalshöll árið 1996?
2. Hvað hét fönk project Ham liða og hvaða söngkona var einnig í hópinum?
3. “Prjónar Húmmus” er plata með ………
4. Hvaða 3 tónlistarmenn eru mennirnir bak við “athafna”fyrirtækið (upptökustúdíó, plötuútgáfa, fyrirlestrar o.fl.) Tíma?
5. Nefndu þrjár hljómsveitir sem Gunnar Lárus Hjálmarsson hefur verið í.
6. Hvaða mikli meistari samdi lagið “Farin” sem Skítamórall gerði frægt?
7. Hvaða lag Mezzo Forte sló óvænt í gegn í Bretlandi?
8. Með hverjum er platan “Von” sem kom út árið 1992?
9. Hver spilaði á orgel í Ham laginu “Partýbær”?
10. Hvaða tveimur ólíku hljómsveitum hefur Daníel Ágúst Haraldsson gert garðinn frægan með?
11. Með hvaða hljómsveit tók Jónsi Sigur Rósar drengur tvívegis þátt með í Músíktilraunum?
12. Hver var umboðsmaður Utangarðsmanna?
Skilafrestur er 23. maí. Að sjálfsögðu er bannað að finna svörin á veraldarvefnum. Svörin eiga að koma til mín í gegnum skilaboðakerfi huga.
Kv. Nedrud