Án ef með bestu íslensku plötunum. Var underground plata fyrst en varð vinsælari
og vinsælari. Hápólitískir textar, margar tónlistastefnur, Jazz, Folk, Rokk og
meira. Allir textarnir voru samdir var Pétri Gunnarssyni. Tónlist sömdu Leifur
Hauksson og Valgeir Guðjónsson. Hrekkjusvínin tóku Lög unga fólksins upp
snemmsumars 1977. Þarna hittust 2 bestu folk/rokk sveitir landsins, Spilverkið
og Þokkabót.
Hrekkjusvínin voru:
Eggert Þorleifsson - klarinett, flautur, píanó, slagverk og söngur
Leifur Hauksson - gítar, slagverk og söngur
Magnús Einarsson - bassi, slagverk og bakraddir
Valgeir Guðjónsson - gítar, píanó, greiðu og söngur
Ragnar Sigurjónsson - trommur
Egill Ólafsson - söngur
Diddú - söngur
Ingólfur Steinsson - bakraddir
Jónas R. Jónsson - upptökustjóri
Lögin á plötunni eru:
1. Afasöngur
2. Hvað ætlar þú að verða?
3. Gettu hvað ég heiti
4. Grýla
5. Ekki bíl
6. Lygaramerki á tánum
7. Sumardagurinn fyrsti
8. Sæmi rokk
9. Hrekkjusvín
10. Gestir út um allt
11. Krómkallar
12. Ævintýri
13. Gagn og gaman
Ég mæli með að þið reynið að hlusta á þessa plötu… það eru margir sem eiga
hana á vínil, og flestir muna eftir laginu Afasögur, þar sem hin frægu texta brot
“afi segð'okkur sögu”, “þú ert bara að gabba okkur, þú varst aldrei sjómaður”
komu fram. En að mínu mati er þetta snilldar lag en það síðsta á plötunni. Meiri
fræg textabrot eru t.d:
“finnst þér ekki pínulítið skrítið, hvað sumir vinna mikið en fá þó lítið”
“karl með ístru hneggjar, á fjóra fætur fer, kona opnað gynið og skelli hlær”
“farður strax í skólan æpir mamma, pabbi mun þig seinna betur skamma”
“ég vildi að við gætum oftar hisst, hlegið meita sungið kysst”
Plata sem allir verða að eiga…