Eitt sunnudags kvöldið í desember sest ég niður í þægilega sófann heima og set nýja diskinn sem mér hafði verið gefinn í jólagjöf í spilarann, Stuðmenn á Hlíðarenda. Ég hef lengi verið aðdáandi Stuðmanna og var því nokkuð vongóður.
1. Fyrsta lagið ber nafnið Ekki klúðra því, það er hreint út sagt ömurleg. Það má seigja að stuð menn hafi klúðrað því. Í laginu flétta þau saman söng og einhverskonar rappi eða ég veit ekki hvað.
2. Annað lagið er þá öllu skárra það ber nafnið Hef ég heyrt þetta áður? Það er mjög grípandi og hef ég verið með viðlagið gjörsamleg á heilanum. Flottur taktur, hljómur, góður hljóðfæraleikur og skemmtilegur texti gera lagið eitt af skemmtilegust lögum plötunnar.
3. Þriðja lag plötunnar heitir Meira´O´ meira. Er svosem ágætt, það grípur mann ekkert rosalega. Það fjallar um tvö hjón sem eru að selja til að bjarga sér frá gjaldþroti. Það er svona í hægari kantinum.
4. Lag númer fjögur heitir Kaupa. Þetta er eitt að betri lögum plötunnar, flott melódía og textinn frábær en hann er eftir Halgrím Helgason. Söngurinn hjá Algli er mjög flottur í þessu lagi.
5. Hann bendi í austur er lag númer fimm á þessari plötu. Þetta lag er með svona suðrænum stíl, trommuleikurinn er mjög flottur í þessu lagi og maður dillar höfðinu með þessu lagi ósjálfrátt.
6. Lag númer sex heitir Bæ Bæ. Lagið er dáltið rokkað og birjar mjög kröftuglega. Maður fær það á tilfinninguna á að Þorvaldur Bjarni hafi útsett þetta því það eru miklir of flottir strengir í þessu lagi inná milli.
7. Lag númer 7 er sumarsmellurinn Halló Halló Halló. Þetta er mjög grípandi og fjörugt lag og er það eitt að mínum uppáhalds. Skemmtilegur texti og söngur gera lagið grípandi og ég held að margir hafi ´raulað þennann texta HALLÓ HLLÓ HALLÓ í sumar.
8. Fjall við Fjall er lag númer átta. Það er hægt og rólegt, en mjög flott og vel spilað. Viðlagið minnir mig svoltið á birjunina í laginu “Vegir liggja til allra átta” en ég veit ekki afhverju. En allaveganna flott lag þarna á ferð þótt það grípi ekki fyrst.
9. Lag númer níu nefnist Fermingarbróðir, það er rosaleg grípandi, taktfast og vel sungið. Eitt að betri lögum plötunnar.
10. Ungfrú afríka er lag númer tíu. Þar finnst mér platan detta helfur niður, þetta er mjög sérstakt lag í alla staði og í rauninni ekkert sérstakt.
11. Lag númer ellefu nefnist Hlussubaninn. Þarna heldur þessi lægð áframm, lagið alls ekki grípandi og mjög sérstakt. Textinn er reyndar nokkuð skemmtilegur.
12. Hvernig sem ég reyni nefnist síðasta lagið á þessari plötu. Þetta er lag sem Stuðmenn gáfu út sumarið 2002 á Svona er sumarið, þetta er hratt og flott lag og er vel sungið af Jakopi Frímanni. Það er grípandi og þegar lagið kom fyrst út var ég með á heilanum það sem eftir var sumars.
Jæja þá er þessu lokið. Yfir heildina séð er þetta mjög skemmtileg plata, en dettur niður á köflum. Þessi plata er ómissandi í safnið fyrir Stuðmanna aðdáendur og þá sem hafa gaman af skemmtilegum, skrítnum og hressandi lögum. Textarnir eru líka frábærir en þeir eru flestir eftir Þórð Árnason.
Ég vona að þú hafir haft gaman af þessu.
Takk fyrir mig
Stuð ? Já..