„Musick“ er frábær plata í alla staði. Þegar ég hlustaði fyrst á „Í þessi sekúndubrot sem ég flýt“ hélt ég að plöturnar gerðust ekki betri, en Maus afsönnuðu það. Ég get ekki sagt að „Musick“ sé mikið betri en „Í þessi sekúndubrot sem ég flýt“ en hún er aðeins betri, kannski gerir reynslan gæfumuninn, hver veit.
Lögin á „Musick“ eru öll frábær, og get ég ekki hætt að raula þau þegar ég er ekki með heyrnartólin á hausnum, sem er bæði skemmtilegt og pirrandi. Ég gæti engan veginn gert upp á milli þeirra, og ætla að skrifa smá gagnrýni um hvert lag fyrir sig. Vonandi fær þessi gagnrýni þig til að gefa disknum séns, þ.e.a.s. ef þú hefur ekki gert það nú þegar.
1. A selfish need - 4:10
-
Byrjunarlag plötunar heitir „a selfish need“ og er eitt af bestu 11 lögum disksins, en þess má til gamans geta að diskurinn inniheldur einmitt 11 lög. Frábært lag, flottur texti, flott samspil og vel útsett í alla staði. Algjörlega týpiskt Maus lag og er söngur Bigga algjör snilld, þetta lag hefur verið spilað mikið á útvarpsstöðvum á borð við X-ið 977.
-
2. Musick - 4:25
-
Titillag plötunnar er lagið Musick, frekar ólíkt öðrum Maus lögum, en alls ekki slæmt, síður en svo. Ég varð strax hrifinn af þessu lagi, því það er svo vel gert. Flott riff og allt, og svo er söngurinn mixaður á skemmtilegan hátt. Viðlagið er frábært “..and you're far off, without all longing..” Það kemur smá íslenska þarna inn í lagið, eins og stundum í ensku lögunum hjá Mausdrengjum. Á meðan enginn söngur er kemur skemmtilegt gítarplokk undir, sem flokkast örugglega undir hægt sóló. Og í endan, kemur flottur gítar, sem gerir melódíu sem maður raular lengi og vel. Frábært lag.
-
3. How far is too far? - 3:48
-
„How far is too far?“ er sama lag og „Kerfisbundin þrá“ nema á ensku. Eins og „Kerfisbudin þrá“ þá er þetta lag eitt besta lag Maus drengja. Í byrjun lagsins kemur flott fiðla sem býr til þennan yndislega rytma sem grípur mann algjörlega, og reyndar lifir mest allt lagið. Kaflinn þegar Biggi syngur “..and now i'm finding it very hard, to take the tiniest step forward if it can't be in my own pace..” frábær kafli, getur fundið hann á c.a. 02:04 eða álíka. Textinn er mjög líkur „Kerfisbundin þrá“ og setningin “En hvenær, á ég að stoppa?” er á ensku “But how far, is too far?”.
-
4. My favourite excuse 4:09
-
Allir þeira sem hafa sjónvarp, útvarp eða bara internetið hafa heyrt þetta lag, og örugglega flestir séð myndbandið sem er frábært. Þetta er án efa eitt besta lag Maus fyrr og síðar, kannski aðeins betra en sum lögin á plötuni, þó ég hafi ekki viljað viðurkenna það áður, en ég stend samt fastur við áður rituð orð. Lagið, eins og ég sagði áðan, er frábært og er stútfullt af góðum riffum, rythmum og fleiru skemmtilegu.
-
5. If you stay 3:16
-
Ég veit ekki alveg hvað það var, kannski titillinn sem sagði mér að þetta lag væri ekki eins skemmtilegt og hin. En það kom mér skemmtilega á óvart, eins gott að ég fór bara ekki framhjá því, því það er mjög gott. Textinn (eins og alltaf) er flottur, og greinilega vel útpældur og svo er lagið vel dembað niður.
-
6. Emotional morsecodes 2:36
-
Frábært lag, það vaknar í mér kátína þegar ég hlusta á þetta lag, byrjar rólega en strax, öllum að óvörum kemur hár kafli, en svo lækkar það niður. Frábært lag, og frábær texti. Gítarinn spilar stórt hlutverk í þessu lagi, eða öllu heldur gítararnir. „Emotional Morsecodes“ er í alla staði frábært, lagið er styttra en hin, það gerir ekkert til.
-
7. Without caution 4:18
-
“..When it hit's you, it hit's you hard..” syngur Biggi. Þetta lag er mjög gott, bæði rólegt og rokkað, erfitt að útskýra það.
-
8. Life in a fishbowl 5:21
-
Jæja, þá er komið að því. Ég ýtti á „play“ á þessu frábæra lagi, og til að minnast á það, þá er mynbandið við það flott. Eitt besta lag Maus, Biggi syngur fallega og er allur hljóðfæraleikur til fyrirmyndar. “..we forget who we are..” ég held að það sé verið að tala um gullfiskaminni þarna, fallegt lag og góður texti. Bassin (eins og ávallt) er flottur, og vel útfærður. Þið hafið sjálfsagt flest heyrt lagið, og hafið sjálfsagt myndað ykkur skoðun um það, ég hef bara eitt orð : frábært.
-
9. Replacing my bones 4:31
-
Flott intro, en lagið er svona lala, finnst eins og ég hafi skrifað um það áður, kannski afþví það er svona ekta mauslag, ekki að þau séu öll eins. En þetta lag er bara flott, og þar hafiði það.
-
10. The whole package 4:07
-
Flott lag, reyndar ekkert sérstakt miðað við hin lögin, en samt gott. Það snjóar úti núna, og þegar maður hlustar á þetta lag, sem er mjög rólegt, verður maður glaður, sorgmædur og stoltur, og örugglega margt fleira, fer bara eftir persónum að ég held. En allavega, fallegt lag.
-
11. Glerhjarta 5:41
-
Þá er komið að lokalagi disksins, og einu af skemmtilegustu lögum sem ég hef heyrt. Það er rólegt, og er sungið á Íslensku, og er jafnframt eina lagið sem er allt sungið á Íslensku. Flottur gítar í byrjun og út allt lagið. Viðlagið er fallegt, og lætur manni, á undarlegan hátt, líða vel, mjög gott lag.
-
-
Musick er frábær plata og fær 9,5 af 10,0 mögulegum í einkunn. Ég man þegar ég fann Metallica þegar ég var yngri, hvernig mér leið. Mér líður einmitt þannig þegar ég hlusta á diskinn. Hann helst endalaust í hausnum á manni sama hvað maður reynir að ná honum út, en maður vill alls ekki að hann fari, því hann er yndislegur. Ég vil hrósa Maus drengjum fyrir vel unna plötu og hlakka ég svo sannarlega til að hlusta á næstu plötu sem kemur vonandi fljótlega.
Lifi Maus!
Kv,
Hrannar.