Nú kemur að því, umfjöllun um plötunar með Ég - Skemmtileg lög [og allir klappa og flauta].

Í fyrra sumar fór maður að heyra einkennileg hljóð og bárust þau sem oftast frá útvarpi einhvers staðar. Ég sperrti oft eyrun og lagði á hlustir. En eftir þessi einkennilegu hljóð kom þulurinn og sagði: “Þetta var lagið ”Býflugurnar mínar“ en okkur hefur ekki ennþá tekist að komast að því hvaða hljómsveit þetta er”. Þá kom oft fyrir að ég dæsti og laut haus og fór jafnvel að hugsa um eitthvað annað. En alltaf komu hljóðin aftur og alltaf hoppaði ég hæð mína af gleði.

Síðan leið tíminn og Ég gleymdist. En síðan allt í einu, eins og þruma frá heiðskýrum himni kom blað með öllum geisladiskum sem mundu koma út fyrir jólin og gat ekki verið, rakst ég ekki á disk sem kallast Ég - Skemmtileg lög. Ég hoppaði hæð mína í þúsundasta skiptið og hljóp út í plötubúð og keypti mér gripinn alveg án þess að hugsa mig tvisvar um. Ég sé alls ekki eftir þessari ákvörðun.

Þegar ég kom heim stakk ég gripnum í spilarann og hækkaði vel, settist í sófann og lét tónana líða um líkamann.

Bestu lögin (að mínu mati) eru: “Ég er minn eiginn læknir”, “Býflugurnar mínar”, “Minneapolis” og “Dvergalagið”.

Lögin eru hröð og rokkuð og söngvarinn syngur í hálfgerðu bulli, maður heyrir sjaldnast hvað hann er að segja.

Dæmi um texta: “Ég sem betri lög þegar ég er, þegar ég er, þegar ég er ber-rassaður. Í Minneaaaaaaaaaaaaa, í Minneapolis…”

Þetta eru snillingar og ég mæli endregið með þessari plötu. [Afsakið hvað greinin kemur seint eftir útgáfu plöntunnar en þetta áhugamál var kjörið fyrir þessa grein].

Takk fyrir mig og njótið vel.