Nú loksins gat ég tekið bók númer 6… Tók bara nýju útgáfuna fyrst að gamla var ekki til.
Mér finnst persónulega kápurnar flottari en ekki nógu líkt því sem sagt er í bókunum. Annars er svo þægilegt að halda á nýju útgáfunni… =P
En allaveganna, þá drullaðist ég niður á bókasafn í gær, nema hvað, það var ekki opnað, og ég í vinnu allan daginn (hafði hugsað mér að lesa í kaffitímanum). Svo þegar ég loksins klára vinnu þá er bókasafnið búið að loka. Þannig að ég er að þjást hérna til klukkan eitt =P
Svo verð ég miklu virkari hérna þegar ég hef komist aftur í bækurnar =D