Er einhver hérna búin að vera að kaupa nýju útgáfurnar, sama þótt þær séu voða kjánalegar þá líta þær örugglega ágætlega út í hillunni. Og auðvitað skemmtilegar bækur. Einhver?
Ég kaupi þær alltaf. Ég skil ekki af hverju sumir eru alltaf að tala um kápurnar, ekki dæma bókina af kápunni! Líka þótt nöfnin eru aðeins öðruvísi eru þetta sömu sögurnar!
hvað meinaru með siðlegri ??? svo því er ekki líst hvernig fólkið finnur fyrir kynlífinu og hvernig það fer fram vá maður verða bækurnar ekki nokkrum bls styttri en þær gömlu
Siðlegri t.d. Sunna segir í einni bókinni: ,,Helvítis presturinn skvetti á mig vatni!“ (eða eitthvað álíka) En í nýju útgáfunni segir hún bara : ,,Presturinn skvetti á mig vatni!”
Ég á eitthvað fyrstu 3 af nýu sérunni, hætti eimitt að kaupa þær því ég er mikið hlinntari gömlu útgáfunni, það er líka bara svo mikið af villum og breytingum í þessum nýu. Svona eins og þýðandin hafi ekki lesið gömlu bækurnar.
Ég er mjög mikil ísfólksaðdáandi, og fyrir mitt leyti þá fer það í taugarnar á mér að lesa önnur nöfn og bæjum og persónum, þrátt fyrir að sagan er samt alltaf jafn skemmtileg. Kápan böggar mig ekkert. En þegar það er farið út í það að breyta nöfnunum á bókunum sjálfum þá finnst mér of langt gengið… Ekki nóg með að þau endurskíri persónur og staði og ritskoði bækurnar þá er þetta óþarfi…. Ég vil halda nöfnunum á bókunum rettum!!!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..