Hann á að heita .. Pabbi minn hét Guillaume, þó að allir kölluðu hann Kol. Barnið getur ekki heitið því nafni … á Norðurlöndunum. Hann á að heita Vilhjálmur en það … er sama nafnið. Þá er hann líka látinn heita eitthvað með V-i eins og faðir þinn, hann Viljar.
Allt í góðu. Þar til í næstu bók þegar barnið heitir allt í einu Úlfar og engin skýring er gefin. Þetta hefur alltaf böggað mig og ég fór loksins á stúfana um daginn og grennslaðist fyrir um hinn rétta texta á meðal skandinavískra lesenda.
Svona á hann að vera - á norsku:
Min far Kol het egentlig Guillaume.Det kan ikke barnet hete…Ikke her i Norden.Heller ikke Villiam som jo er samme navn. Det er også for fremmed for Isfolket selv om han da også ville bli oppkalt etter din far Viljar.Nei det går ikke.Kall ham Ulvar, etter Ulvhedin!
Íslensk þýðing:
Kolur faðir minn hét í raun Guillaume. Barnið getur ekki heitið það - ekki á Norðurlöndunum. Heldur ekki Vilhjálmur sem er jú sama nafnið. Það er of framandi fyrir Ísfólkið þótt það þýddi að hann væri líka nefndur eftir föður þínum, Viljari. Nei það gengur ekki. Hann skal vera kallaður Úlfar, eftir Úlfhéðni.
Nú velti ég því fyrir mér hversu margar aðrar fljótfærni þýðingavillur eru eiginlega í bókunum.
——————