*Um hvað er Ísfólkið?
*Hefur það verið þýtt yfir á Íslenskuna?
*Hvar fást þessar bækur?
Ísfólkið er bókaflokkur sem inniheldur 47 bækur eftir höfundinn Margit Sandemo. Þær fjalla um Ísfólkið sem er ætt og er saga ættarinnar rekin í gegnum nokkrar aldir. Mikil dulúð og galdrar spila inní og í lokin er þetta einnig orðið blandað trúmálum =)
Þær hafa allar verið þýddar yfir á íslensku, en komu út á milli 1980 og 1990 svo þær eru ófáanlegar á íslensku annars staðar en á fornbókasölum, í kolaportinu og hjá fólki sem er að selja sýnar.
*Fyrir hvaða aldur eru þessar bækur?
Það fer eiginlega bara eftir þroska fólks, ég byrjaði að lesa þær þegar ég var 10 að verða 11 ára, en mamma varð reyndar ekki sátt þegar hún komst það því þar sem kynlíf er einnig stór þáttur í þeim.
Þetta áhugamál var bara að “opna” núna í kvöld og er ekki enn komið í neina yfirflokka þar sem það er ekki tilbúið
Bætt við 16. ágúst 2006 - 21:29
Gleymdi hérna : Það er verið að endurútgefa þær og þú færð fyrstu 3 bækurnar úti í bókabúð