Þau ætluðu venjulegu leiðina út og það gekk allt eftir óskum, þau gengu frá húsinu sínu niður í bæ. Það litu allir frá, það vildi engin lýta i augun á þeim, Silja var sú eina sem bar höfuðið hátt. Sunna og Dagur sátu á öðrum hestinum en Líf og Silja á hinum, Þengill gekk við hlið Sunnu og Dags og reiddi þau á hestinum. Þegar þau voru rétt ókomin að útgönguleiðinni sáu þau litin strák liggja i runni, hann var með glóðurauga og leit út fyrir að hafa verið illa barin, Þengill gengur að honum og beygir sig og spyr strákin.
,,Hvert er nafn þitt ungi strákur?”
,,é-éég heeiti, stamaði strákurinn.. Albert ee-en þúú ge-eetur kallað m-mig Berta.”
,,Berti skal það vera, hvað ertu gamall Berti og afhverju ligguru i felum i runnanum?”
,,Ég er 7 ára, o-og ég er hérna, ég er að fe-ela mig fyrir pa-ahabba.”
,,Afhverju ertu að fela þig, og afhverju ertu með þetta hrikalega glóðurauga?”
Strákurinn loksins hætti að stama og sagði með aðeins meiri röddu en áður.
,,Ég sá að pabbi kom seint heim i nótt, því að ég vaknaði við það, hann gekk að systrum mínum og reyndi að gera ljótt við þær, en mamma kom og stoppaði hann, þá tók hann í hárið á henni og dró inní herbergið þeirra,, og ég heyrði öskur og læti og eins og þau væru að takast á.. svo gekk pabbi framm með blóðugan hnefa en mamma kom ekki, svo náði hann i stóra veiðihnífin og skar allt fína hárið af systrum minum 2. Ég var svo hræddur, en ég varð að gera einhvað svo ég sagði við pabba að hann mætti ekki skera hárið af þeim. Þá sló hann mig utan undir, svo fast að ég hentist á gólfið og sá beint inní herbergi hjá mömmu og hún lá á gólfinu dáin. Ég sá það, því að augun voru opin og brostin, alveg eins og ég sæi inní sálina hennar, eins og hún væri að segja fyrirgefðu við mig. Svo rankaði ég við mér við öskur i systur minni, pabbi hafði drepið Rósu, hann sló hana svo fast og hún var bara 4 ára. Hún þoldi það ekki, en Lára var mikið sterkari en Rósa því að Lára var 10 ára. En hún þoldi ekki öll þessi högg svo að hún gafst upp, það var þá þegar ég stóð upp og gekk að pabba, ég sá stóra veiðihnífin á gólfinu svo ég tók hann og ég stakk pabba i fótinn, þrisvar sinnum. Pabbi öskraði yfir sig og barði mig beint í andlitið með stóra sterka blóðuga hnefanum sínum, ég ákvað að ég yrði að forða mér, og ég hljóp út eins og fætur togað eins hratt og ég gat… og ég endaði hér.”
,,Guð minn góður “sagði Silja. Hún hafði komið að þeim í miðri sögu, veslings barnið.
,,Ó Þengill getum við ekki tekið hann með okkur, bjargað honum frá morðóðum föður, hann mun eiga ömurlegt líf hérna i dalnum, þú veist það.”
,,Silja við getum ekki bara tekið barn með okkur ef við viljum” sagði Þengill
Þá kom Sunna og leit til stráksins og starði í augun á honum, ,,Pabbi (sunna sagði bara pabbi við þengil ef hún meinti einhvað heilshugar) pabbi þetta er Berti aumingi, allir strákarnir níðast á honum því að hann átti bara systur en engan bróður. Pabbi getum við ekki tekið hann með okkur? Það verður gaman að eiga annan bróðir.”
,, ætli við getum ekki boðið honum það” sagði Þengill
Sunna og Silja fóru nær honum og Silja sagði,, Berti minn, við Þengill erum á leið útúr dalnum, við ætlum að stofna nýtt líf fyrir utan, viltu koma með okkur og vera undir verndarvæng okkar?”
Berti leit upp og vonin sást brjótast framm i augum hans, og snöktandi sagði hann ,, ef þið bara vissuð, ef þið bara vissuð hvað þið hafið gert með að bjóða mér þetta, pabbi mun elta ykkur útúm allt, bara til að ná mér”
Þá skaraðist Þengill í umræðurnar og sagði,, Berti það væri sönn ánægja að fá svona góðan og sterkan strák eins og þig til að hjálpa mér með hestana og að sjá um fjölskyldu mína, ég skal taka á við pabba þinn þegar að því kemur, en eins og er, þá erum við á hraðferð, viltu þiggja boð konu minnar og dóttur um að slást i för með okkur?”
í þetta sinn sagði Berti skýrt: ,,já takk”
Viltu bíta mig?