Silja gekk meðfram ánni… bara ef þau kæmust úr dalnum bráðum.. þau voru búin að vera þarna i 3 ár.. Dagur var orðin 4 ára að verða 5. Sunna var orðin 10 ára. Líf var 1 árs.

Hún var svo hamingjusöm að eiga svona stóra fjölskyldu. Þau voru 5 manna fjölskylda,. Ein þeirra stærtsu í dalnum. Ísfólkið eignaðist sjaldan fleiri en 1-2 börn. Því yfirleitt dóu mæðurnar þegar þær fæddu. Silja var komin að stóra klettinum sem Sunna var svo hrædd við. Hún fann fyrir kulda, og eins og einhver stæði fyrir bakvið hana og hvíslaði i eyrað á henni, “Hann skal gjalda” aftur og aftur. Hún fór aðeins ofar og settist niður. Hún tók upp bókina sem Benidikt hafði gefið henni og byrjaði að skrifa. Hún skreytti líka blaðsíðuna með myndum.
Svo gekk hún til baka..Hún sá Dag vera elta aðra stráka. Hann reyndi svo mikið að vera með þeim, en þeir vildu ekki vera með honum því hann var “sonur” Þengils. Þengli þótti það mjög miður en svona var það..

Hann vann frá sólarupprás til myrkurs, þá kom hann heim en þennan dag kom hann heim fyrr. Hann sá Silju standa uppí hlíðinni að horfa á Dag. Hann sá Dag líka þennan dag.. Hann sá líka að strákarnir sem Dagur var að elta, voru að lokka hann að gljúfrinu. Dagur litli elti þá bara og vildi vera með, svo gerðist það, stóru strákarnir birtust og gripu Dag, hentu honum á milli sín og slóu hann, Þengill byrjaði að hlaupa þegar hann sá þetta, Silja gerði hið sama en hvorugt þeirra var nógu fljótt. Stóru strákarnir höfðu meitt Dag þennan dag, og þeir gerðu það aldrei aftur.

Sunna hafði verið á undan Þengli og Silju. Hún hafði meitt þá alveg eins og þegar hún lét leiðinlega strákin hennar Abigail meiða sig. Strákarnir höfðu hlaupið í burtu skelfingu losnir, nema einn.. hann starði beint i augun á Sunnu, skelfinulostin. “Ef þú snertir litla bróðir minn aftur, þá ert það þú sem munt lenda ofan í þessari gljúfu” sagði Sunna. Svo hljóp strákurinn hágrátandi í burtu. Sunna leiddi bróður sinn til Silju og hljóp svo í burtu. Hún vissi að Þengill mundi reiðast.

Hún fór til Gríms og Hönnu. Henni fannst gaman þar, Hanna kenndi henni alskonar dót og einskonar jurtafræði. Svo fékk hún líka að skottast fyrir Hönnu. Hún kom heim fyrir kvöldmat, sagði fyrirgefðu við Þengil og fór að hjálpa Silju að setja mat á borðið og hafa hemil á Líf.
“Sunna þú veist að við elskum þig og viljum allt fyrir þig gera” sagði Silja
“enn við getum ekki verið í dalnum lengur ef þú heldur áfram að meiða aðra og ráðast á þá þegar þeir eru vondir við fjölskylduna þína” sagði Þengill
“Sunna er góð” sagði Dagur sem yfirleitt skipti sér ekki af umræðunum við kvöldmatin
Sunna laut höfði,leit svo upp og sagði “fyrirgefið en ég bara réð ekki við mig þegar ég sá að þeir voru að meiða Dag, svo langar mig ekki að vera enþá hérna i þessari holu, ég vil sjá ummheimin”.
Já við viljum ekki heldur vera hér, en hérna erum við ekki ofsótt, við verðum að þrauka þetta aðeins lengur sagði Þengill.

En núna er komin háttartími krakkar sagði Silja sem var þegar staðin upp og tók Líf upp og gerði hana til í háttin, Dagur fylgdi henni í humátt. Dagur,Líf og Sunna sváfu öll i sama rúmi. Þegar þau voru komin i rúmið, fór Silja að ganga frá matnum og vaska upp óhreinu diskana, Þengill hjálpaði henni og þau ræddu saman.
,,Silja þú veist að við getum ekki verið hérna enþá, krökkunum líður illa og maturinn er að klárast í dalnum.” Sagði Þengill.
,,já en hvert getum við svosem farið? Við gætum náttúrulega reynt að fara til Benditikts”
,,nei það getum við als ekki, fógetin er ekki lengi að ná okkur þá, hvað með að við förum bara með nauðsynir og förum í öfuga átt við Þrándheima?”
,,já það er gáfulegt, hvenær eigum við að fara?”
,, ég fer i vinnuna á morgun, á meðan skalt þú ganga frá öllu því mikilvæga og nauðsynlega, svo leggjum við af stað næsta dag”
,,já mér líst vel á það, en ég er búin að vaska upp, við skulum fara að sofa”
Þau gengu að rúminu sínu og háttuðu sig, þau sváfu yfirleitt nakin, því að veðrir var svo heitt á þessum tíma. Silja opnaði faðmin fyrir Þengli og þannig sváfu þau alla nóttina, í faðmlagi.

,,Mamma,mamma,mamma,mamma vakna” görguðu Líf og Dagur.
,,jájá ég er að koma á fætur”
Svo fór Silja á fætur og gaf krökkunum tvem graut, Sunna var þegar farin út, eflaust til Hönnu og Gríms hugsaði Silja.
,, krakkar, takið til fötin ykkar og Sunnu og setjið í þennan poka” sagði Silja og rétti þeim poka sem var úr skinni af kú sem hafði verið slátrað.
Sjálf fór hún og tók nokkra feldi, og lagði á stól, svo bakaði hún eftir sinni bestu getu eins mörg brauð og hún átti til í.
Svo kom Sunna heim og sá að það voru fullt af brauðum á borðinu, skinnpoki fullur af fötum og nokkrir feldar inní eldhúsi.
,,Silja, hvað er að gerast?” spurði Sunna
,,við Þengill höfum ákveðið að fara úr dalnum, við ætlum að halda austur lengra frá Þrándheimum.”
Augun á Sunnu lýstust og urði skær gul, og brosið sem læddist framm á varir hennar.

Silja hafði sjaldan séð hana svona glaða.


Vonandi líkaði ykkur spunin, þetta er minn fyrsti svo að ég er ekkert svakalega reynd i þessu.

Ég geri frammhald ef ykkur finnst þetta skemmtilegt.

endilega komið með athugasemdi
Viltu bíta mig?