Já sem sagt ég er komin á bók nr. 9 í Ísfólkinu með Mikael hinum draumlynda og þunglynda.
Það er ýmislegt sem ég hef verið að pæla í við lestra þessara bóka og nú skrifa ég aðeins meir um það heldur en síðast.
Ég er t.d. oft að velta því fyrir mér, hvað hefði gerst ef Líf og Ari hefðu ekki hindrað barnið í að geta andað, þ.e.a.s. ef þau hefðu slegið á bossann, jafnvel þótt hún var ill litla telpan, þá hef ég oft velt þessu fyrir mér. Hefði verið hægt að breyta henni þótt hún var svona ótrúlega lík Hönnu eða hefði hún verið eins og Kolgrímur, bara ill…
Samt held ég að hann hafi ekki bara verið illur hann Kolgrímur. Hann hefði t.d. getað drepið Mattías í stað þess að senda hann yfir bátinn, ekki nema sögurnar hennar Cecile höfðu svona áhrif á hann eins og sagt var.
En verst fannst mér að Þorgeir skyldi deyja, því ég hef alltaf velt því fyrir mér ef Kolgrímur hefði ekki drepið hans, sem handbendi hins illa Þengils. Hvað hefði þá getað gerst?? Því það er sagt í einum af endabókunum, hvort það sé draugafjallið eða hvað að Þorgeir hafi verið sá sem var útvalinn á undan Nataníel. Hann hafði náttúrulegar gífurlegar gáfur, en Ísfólkið var ekki nógu frótt um uppruna sinn.
Svo það hefði verð gaman að lesa kannski eitthvað um það, ef hann hefði ekki dáið strax, ekki fyrr en kannski 10 árum seinna bara rétt til að gefa okkur smjörþef í byrjun bókanna hversu megnugur Þengill hinn illi er.
Svo hef ég líka velt því fyrir mér hvernig Stella fann Jessíku í bók nr. 7. Þegar Jessíka er barnapían og Stella eitrar kerfisbundið fyrir henni.
Hvernig gat hún fundið hana af því það var búið að taka fram að Cecile og Úrsúla voru mjög varkárar í sambandi við öll bréf til hennar??
Jæja ég kem með meira síðar :) ég tók eftir hversu óákafir allir eru í að senda inn greinar og annað slíkt svo ég sendi hérna inn öðruhvoru svo það verði ekki ALLTAF það sama :) og hvet aðra til að vera duglegir líka auðvitað :)
kv.
spotta