Um Óttubil Ég gerði bókaskýrslu fyrir skólann, spennusögu, og mátti gera um ísfólkið svo að ég skrifaði um Um Óttubil^^ En mátti bara vera ein bls í word svo þetta er dáldið stutt:/ en veri ykkur að góðu;D ;**



Margit Sandemo er þekkt og mikilsmetin af öllum þeim sem lesa vikuböð, enda hefur hún skrifað rúmlega 50 framhaldssögur. Um Óttubil er 21. bókin af sögunum sem segir frá Ísfólkinu. Hún er 175 bls., og gefin út 1985 af útgáfufyrirtækinu Prenthúsið.
Gunnhildur í Knappholti var alin upp í guðsótta og góðum siðum. Faðir hennar, Karl, hefur lamið hana og segist hafa rekið úr henni alla synd. Karl heldur að hann sé lamb guðs, og sé útvalinn til þess að gefa hinum réttlátu von en hinum óréttlátu refsingu. Karl fannst alltaf óréttlátt að hann hafi fengið stelpu. Því þau misstu strák.
Arfur Grip af ætt Ísfólksins er skrifari í Bergqvara litlum bæ suður í Svíþjóð. Fyrir 16 árum átti hann konu sem hét Vibeka og tvö börn, Önnu Maríu og Christer. En svo fór hann á undan þeim í nýja húsið. En þau komu aldrei. Það var leitað þeirra í mörg ár, en aldrei fundust þau.
Heikir Lind af ætt Ísfólksins var einn hinna bannfærðu. Hann var mjög góður og hjarthreinn en útlitið var djöfullegt. Heikir var á leiðinni til Noregs til ættingja sinna og til að taka við ættsetrinu. En ákvað fyrst að stoppa í Svíþjóð til að heilsa Arf, frænda sínum. En fann strax á sér að hann varð að stoppa þar fyrst, því þar þurftu þau á honum að halda.
Í leitinni að Arf fann Heikir upplýsingar um það að í vagninum með konu hans og börnum voru líka ekill og barnfóstra. Heikir hitti gamlan blindan mann sem var viðstaddur, en ræningjarnir stungu úr honum augun.
Blindi maðurinn sagði Heiki að ræningjarnir hefðu nauðgað Vibeku og barnfóstrunni. Svo fóru þeir, skildu börnin ein eftir. Blindi maðurinn heyrði að tveir væru dánir, en það voru Vibeka og fóstran. Tvö hjón og ríkur maður voru að þræta um hver ætti að fá stelpuna og hver strákinn. Kastað var upp krónu. Hjónin fengu strákinn.
Arftur Grip og Gunnhildur áttu að giftast. En svo kom Heikir og stoppaði brúðkaupið. Hann hafði sína kenningu um það að þau gætu verið feðgin.
Ríki maðurinn gabbaði hjónin, klæddi drenginn í stelpufötin, því að honum vantaði erfingja. Og reyndist kenning Heikis rétt. En Christer fannst aldrei. Hann var týndi ættinginn. Og nú varð Heikir að drífa sig til Noregs því að Grásteinshólmi var að verða gjaldþrotinn.
Um Óttubil er mjög góð bók að mínu mati. Mér finnst Margit lýsa persónunum vel, segja frá öllu nákvæmlega og heldur spennunni við. Þessari bók myndi ég gefa fjóra og hálfa stjörnu af fimm. En eins og allar ísfólksbækur er þessi framúskarandi.