Silja og Þengill höfðu fundið frið í dal Ísfólksins. Þau sáu um Sunnu litlu (frænku Þengils), Dag (barn sem Silja hafði fundið nóttina sem hún hitti Þengil í fyrsta skiptið) og Líf sína eiginn dóttur sem Hanna hafði hjálpað í heiminn. Silja var mjög sæl með að vera eiginkona Þengils, því að nú beið hennar ekki lengur nornabálið fyrir utan, sem Abelone systir Benedikts kirkju málara vildi senda hana á. Samt þráði Silja að fara úr dal Ísfólksins en henni fannst hún innilokuð í þessum þrönga dal, hanni fannst hann fallegur og allt það en fannst leiðinlegt að vera lokuð þarna inni og þráði að komast út. Hanna kendi Sunnu litlu sem var þarna orðin sjö ára, allskyns norna kúnstir.
Einn dag þá kölluðu börnin í dalnum Dag og Sunnu lausleikabörn og Silja sagði þeim alla söguna um þegar hún hafði fundið Sunnu við lík móður sinnar og Dag sem hafði verið fundinn af Sunnu en hann hafði verið borinn út í skóg. Grímur kom eitt sinn til þeirra, Hanna frænka Þengils og Sunnu, gamla nornin sem bjó í dalnum sem allir voru hræddir við vildi tala við þau, hún sagði þeim að hún sæi tortímingu fyrir íbúa dalsins og þau yrðu að flýja úr dalnum eins fljótt og hægt væri.
Hönnu skjátlaðist ekki, henni skjátlaðist aldrei, brátt komu hermenn og brenndu húsin í dalnum og drápu íbúa hans, sem betur fer var litla fjölskyldan byrjuð að pakka niður og að þau bjuggu hátt uppi þannig að hermennirnir kæmu ekki næstum því strax, Hanna hafði gefið Sunnu allar sínar eigur áður en þau fóru uppeftir til að pakka niður þeim fáu eigum sem þau áttu. Hann var eftir, hún hafði bara haldið í sér lífinu þangað til hún gæti látið allt dótið sitt til einhvers annars af ætt Ísfólksins.
Litlu fjölskyldunni tókst að flýja úr dalnum og voru þau sú einu sem lifðu af. Þau komu uppá jökulinn og þurftu að ganga rólega á eftir jöklinum en hann var hættulegur og það gátu verið gjótur alstaðar. Ferðin tók á Silju en hún var ófrísk og var hrædd um litla lífið sem hún væri með, gæti dáið. Þau komust eftir langt strit yfir jökulinn og fóru í átt til Þrándheims.
Þar hittu þau drenginn (maður sem hafði unnið hjá Benedikti málara áður en Abelone hafði komið) hann sagði þeim að gömlu konunnar ynnu ekki lengur á bænum og ekki hann heldur því þar réð Abelone öllu og hafði sent sinn eigin bróður hann Benedikt í fangelsið. Gömlu konunnar flökkuðu nú á milli bæja í leit að vinnu. Silja og Þengill fóru með börnin í hreysið sem þengill hafði einu sinni búið í en það var lítill skítugur kofi með tveimur svefnherbergjum. Nestið sem þau höfðu haft með sér úr dal Ísfólksins var alveg að verða búið. Silja hafði hugsað ráð um hvernig hún ætti að gefa börnunum eitthvað að borða og ný föt en þau sem börnin klæddust í núna voru alveg að detta af þeim.
Silja fór til Þrándheims og fór að höllinni þeirra Meiden hjónanna en þar bjó Charlotte Meiden, konan sem hafði borið Dag út. Silja var en með klæðin sem Dagur hafði verið í nóttina sem Sunna og hún höfðu fundið hann og var með þau núna. Hún bankaði á hurðina og þjónustustúlkan kom til dyra og þegar Silja bar upp erindi sitt þá skellti þjónustustúlkan bara á nefið á henni en kom svo fljótt aftur og hleypti Silju inn. Charlotte hélt fyrst að Silja væri kominn til að sníkja peninga en komst svo því að Silja vildi bara fá mat handa drengnum hennar og hinum börnunum. Charlotte brast í grátt, hún vildi fá að sjá son sinn og móðir hennar líka þegar Charlotte var búin að seigja henni frá þessu. Ekki sögðu þær þó föðurnum frá þessu en hann mundi aldrei skilja þetta og mundi kasta Charlotte á dyr.
Móðir Charlotte og Charlotte fóru með Silju daginn eftir að hreysinu í fína vagninum þeirra Meiden fjölskyldan átti. þær voru með ný föt sem þær höfðu fundið handa börnunum og mat. Börnin urðu himin lifandi og Charlotte varð svo glöð að sjá drenginn sinn en sagði honum ekkert frá því að hún væri móðir hans en það höfðu þær Silja fallist á. Börnin kölluðu Charlotte eftir þetta alltaf góðu álfkonuna og flutti Charlotte að óðalssetrinu Grásteinshólma sem var arfur móður hennar og tók litlu fjölskylduna með sér en Silja og hún voru nú einstaklega góðar vinkonur og fékk Charlotte að vera nálægt drengnum sínum. Silja og Þengill fengu Lindarbæ, lítinn sveitabæ sem var undir Grásteinshólma og settust að þar.
Silja fæddi Ara litla og var að dauða kominn þegar því var lokið, Þengill sem hafði ætlað að reyna að eyða fóstrinu áður enn Sunna stoppaði hann var viss um að Ari litli væri bannfærður en það var sagt honum þegar hann kom að hann væri stór og með miklar axlir, en hann var ekki bannfærður, hann varð samt frekar líkur föður sínum en hafði ekki þetta djöfuls útlit einsog hann.
Þengill var boðaður til Grásteinshólma til að skrifa undir svo þau gætu átt bæinn. hann vildi ekki trúa því fyrst en varð svo glaður að heyra þetta þegar hann áttaði sig á þessu. Hann bað Charlotte um einn greiða fyrir Silju og það var það að Silja hafði alltaf viljað hafa hafa trjágaung fyrir utan húsið þeirra með lindi trjám og hann vildi endilega láta þann draum rætast fyrir hana svo hann bað Charlotte um nokkur og hún vildi endilega gera það fyrir Silju og fékk nokkur fyrir Þengill. Hver átti sitt tré, Silja átti eitt, Sunna eitt, Dagur, Þengill, Líf og Charlotte eitt. Þengill gekk svo á milli trjánna og gerði særingar yfir þeim svo hann gæti fylgst með hvernig heilsa allra í fjölskyldunni væri en það hafði hann sært yfir trjánum. Svo liði mörg ár.
Mamma Charlotte flutti til þeirra þegar maðurinn hennar dó og Dagur flutti til móður sinnar þegar hann var á réttum aldri til að fá að vita að Charlotte væri móðir hans. Þengill hafði eitt sinn læknað gömlu konuna af gigt sem hún hafði verið með og hafði sagt mörgum mönnum við hirðina af Þengil. Móðir Charlotte og ari litli fengu á endanum líka tré í trjágaunginn og særði Þengill sama seið yfir þeim. Þengill haggnaðist vel á að lækna aðalinn en hann hjálpaði líka mörgum fátækum sem gáfu honum mat og annað í staðinn. Silja var byrjuð að mála og málaði nú léreft fyrir aðalinn en málaði undir nafninu meistari Arngrímur. Hún hafði gert fallega veggmynd á vegginn á Grásteinshólma og margir höfðu dáðst af því.
Nokkrum árum síðar eða þegar Sunna varð 14 ára gömul þá kom strákur sem hét Kláus, hann var vinnumaður á Grásteinshólma. Sunnu var farið að finnast allir mann næstum spennandi, hún laðaðist aðallega þó að vinnumönnum og ökumönnum og öðrum kraftalegum mönnum. Sunnu leist frekar vel á hann Kláus. Hann var frekar skotinn í Sunnu en vissi að hann mætti ekki snerta hana því að hún var af svo fínum ættum, hann reyndar hélt að hún væri circa 17 ára en brá frekar þegar hann komst að því að hún væri bara 14 en Sunna var frekar bráðþroska ung stúlka.
Djákninn í Grásteinshólmasókn líkaði ekki vel við Þengil og Sunnu. Hann sagði að Þengill væri galdrakarl eða í mesta lagi galdrameistari og hann var viss um að Sunna litla væri galdranorn (það var nú reyndar rétt hjá honum) en Sunna stundaði þá list inní skóginum en þar æfði hún sig að galdra og búa til alskyns smyrsl og svoleiðis úr sjóðnum sem Hanna hafði gefið henni. Djákninn fór til dómstólsins og sagði frá ályktunum sínum og dómstólinn sendi ungan mann rétt um þrítugt sem hét Jóhann til Grásteinshólms til að gá hvort það væri rétt hjá djáknanum.
Hann kom sér inná heimilið hjá Silju og þeim og sagðist vera frekar slapur og að hann hafði verið rændur. Hann var með pappíra sem hann átti að fylla út um þau bæði. Honum brá aðvitað þegar Þengill kom inn til hans en útlitið skelfdi hann. Þengill bauðst til að líta á hann, hann gæti styrkt hann sagði hann en Jóhann vildi það ekki og sagðist vera að hressast og Þengill lét hann því vera. Hann spurði Silju margar spurningar um Sunnu og Þengill og aðallega um af hverju þau tvö mættu ekki í messu. Silja laug þá að Þengill vildi ekki fara í kirkju því að honum hafði verið strítt og bannað að fara í kirkju þar sem hann hafði búið áður vegna útlits hans og hann vildi ekki lenda í því aftur en Sunna væri svo vilt að Silja þorði ekki að fara með hana í kirkju því hún gæti móðgað marga (sem var að nokkru leiti satt), hún sagði að þau færu útí skóginn´ meðan aðrir væru í messu og bæðu til guðs og héldu sína eiginn messu.
Jóhann fór því útí skóg og kom að Sunnu að kukla við ánna, hann fyllti út mart á blaðinu sem var ætlað henni en Sunna tók eftir honum en lét sem ekkert hafði í skorist og sýndi honum hvað hún væri að gera. Hún sagðist samt vera að gera svolítið til að hann myndi jafna sig fljótlega og að hann yrði lánsamur í lífinu (en því laug hún). Hann náði samt ekki að ná í einn hlut sem hún hafði verið með en þá hafði Hahn getað látið brenna hana á báli. Sunna fór til Grásteinshólma til systkina sinna, þau sátu við hesta girðinguna þar sem fallegur graðfoli var, Kláus kom þá með hryssu sem átti að fá folald og gekk Sunna til hans og horfði hugfanginn á þann leik sem folinn og hryssan léku. Sunna varð alveg hugfanginn af þessu sem fór fram á milli folans og hryssunnar og vildi endilega prófa þetta.
Henni brá þegar hún frétti að Kláus væri að fara frá Grásteinshólma. henni hafði mjög svo langað að leika þennan leik sem hryssan og folinn leku nú við Kláus. Hún vissi ekki að það hafði verið Charlotte sem hafði látið Kláus fá aðra vinnu vegna hún var hrædd um Sunnu, hún vildi ekki að hún umgengist þennan dreng.
Sunna fór með vín og jurtir til Kláusar eftir nokkra daga, hún þóttist hafa verið að fara að ná í jurtir fyrir þengill - það var að nokkru leiti satt. Hún bauð honum að drekka og borða og þau skemmtu sér vel á staðnum sem Sunna hafði fundið handa þeim bakvið stóran stein. Eftir nokkurn tíma var vínið farið að hafa áhrif og jurtir Hönnu gerðu sitt gagn líka. Sunna var fjórtán ára þegar hún tældi fyrst mann.
Þegar hún var á leið sinni heim þá sá hún mann bíða í skóginum og fylgjast með Lindarbæ. Það var djákninn. Hann sagði Sunnu að hún færi á bálið, hún og Þengill frændi hennar færu bæði á bálið. Hann sagðist geta tryggt að hún færi ekki á bálið ef hún bara yrði samvinnuþýð og kæmi yfir til hans í kvöld eða þau gætu bara gert það þarna í skóginum, hann snerti Sunnu með ógeðslegum krumlum sínum meðan hann sagði þetta. Sunna varð reið, hann var að hóta að drepa hennar nánustu að það vildu ekki líða, hún náði í einn af eitur broddum Hönnu og stakk manninn í bakið.
Þengill hafði verið búinn að leita að Sunnu meðan hún hafði verið í burtu, hann var að verða áhyggjufullur. Þengill var alveg brjálaður útí djáknann að seigja þetta við Sunnu, hann varð líka mjög hræddur, hann var viss um að núna yrðu þau að fara frá Lindarbæ sem þau unnu öll svo mikið vegna þau yrðu brennd á báli en þegar Sunna sagði honum hvað hún hafði gert við djáknann þá varð hann en þá reiðari og notaði sína leyndu krafta sem hann hafði fengið í vöggugjöf til að taka allar töfra jurtir Hönnu frá Sunnu, það stoðaði ekkert fyrir Sunnu að seigja að þetta hafði verið illmenni Þengill hlustaði ekki á hana.
Hann bauð henni starf sem aðstoðarmaður hennar í lækningum , þá gæti hún fengið að gera lif og smyrsl og svona en samt gæti þá Þengill tryggt að hún gerði engum mein. Sunna sór að hún skyldi aldrei meiða nokkra manneskju aftur. Þar sem þengill taldi Sunnu en þá vera bara barn og hún gæti ekki tekið ábyrgð á gjörðum sínum þá ætlaði hann að láta hana fá allt sem hún átti eftir Hönnu þegar hún yrði fullorðinn og gæti tekið ábyrgð á því sem hún gerði hann ætlaði að láta hana fá aftur munina sína þegar hún yrði tvítug.
Sunna litla var orðinn góð, en bara um stundarsakir. Hún hafði þó losaði þau voð djáknann sem var nú dauður. Það var herra Jóhann sem angraði fólkið á Lindarbæ núna þau voru orðinn svolítið hrædd við hann. Hann varð veikur og í þetta sinn var það raunverulegt nú var hann ekki að leika. Sunna kom og hjúkraði honum og Þengill líka, herra Jóhanni leið vel hjá litlu fjölskyldunni en hann var núna líka viss að Silja vær norn líka en hún málaði á léreft og það gátu konur ekki gert og hann var viss um að börnin þau Líf og Ari væru líka galdrafólk.
þengill fann eitthvað á sér að eitthvað væri að hjá gestinum þeirra hann vissi of mikið um þau og þengill treysti honum og sagði honum allt frá bersku sinni, illa arfinum og Þengil hinum illa, þetta leist herra Jóhanni ekki á hann var staddur á miðju galdra bæli. Þetta var þó saga til að seigja nórnadómstólnum. Þengill grunaði Jóhann um eitthvað, hann spurði Sunnu um málið sem sagði að djákninn hafði sagt að að þau ættu ekki að halda að þau væru örugg eða eitthvað álíka. Þengill var nokkurn veginn þá búinn að fatta að herra Jóhann vann fyrir norna dómstólinn en var samt ekki viss hann varð aftur hræddur um fjölskylduna sína en Sunna sagðist ætla að redda þessu.
Herra Jóhann var á förum, Silja gaf honum föt og nesti til ferðarinnar, Þengill lukku grip sem átti að venda hann fyrir öllu illu, börnin Líf og Ari föðmuðu hann fast að sér en Sunna Hún faðmaði hann fast að sér einsog hin börnin en svo starði hún í augun hans og þar bann undarlegt glóð líkt og hún bæði hann um eitthvað. Hann fór frá þessari góðu og vinalegu fjölskyldu sem hann ætlaði að dæma á bálið.
Hann fór á krá eina til að ljúka við skrárnar sem hann átti að gera og senda svo til norna dómstólsins. Hvað sem hann gerði gat hann ekki skrifað neitt um galdra kúnstir fjölskylduna sama hvað hann reyndi og vildi. hann endaði á því að steypst í þunglyndi og skrifaði á pap´írinn sem hann sendi svo til dómstólsins að þarna hafði ekki fundist nein meski um galdra notkun. hann kastaði sér svo í hyldýpið eftir að hafa sent pappírana.
Það var Sunna sem hafði látið herra Jóhann fara í þunglyndi, hún gerði það ekki með neinum jurtum heldur með sínum eiginn kröftum. Eina nóttina þá fór hún út og dansaði úti á engjunum og kallaði til Hönnu um fyrirgefningu um að hún ætlaði að hætta að galdra en sagði henni að það væri nú bara tímabundið. Hún ætlaði að halda áfram að galdra þegar hún yrði fullorðinn en það væru nú bara nokkur ár í það. Lífið var fagur, hún þurfti bara að bíða í kamma stund þangað til hún gæti farið að galdra aftur bara skamma stund!.