Spoler !!!!!
Þengill hinn illi (Tan-ghil)
Fæddur 1080
Dáinn: í kringum 1960
Staða: ógiftur
Börn: þau sem eru vitað um eru Kat og Ghil hinn grimma
Er í bókunum: nánast öllum bókunum er eithvað um hannn
Hann fæddist árið 1080. Foreldrar hans voru ill mongólísk seiðkona sem bjó í þorpinu Sjaman og japanskur seiðkarl sem stundaði svatragaldra Teinosuke að nafni. Þau tvö voru búinn að mæla sér mót, þau ætluðu að búa til barn eina nóttina. Barnið átti að vera umvafið töframætti tveggja kynstofna. Barni átti að fæðast undir merki illskunnar og verða svo vont að það mundi sigra heiminn síðarmeir. Tan-ghil var getinn þessa nótt. Nóttina sem þau gátu barnið þá gólu þau seið og stunduðu svatagaldra. það vantaði samt eitt í seyðinn þeirra þetta kvöld, biti úr alrúninni það var það sem þeim vantaði en hún faldi sig fyrir þeim. Þau urðu ævareið næsta dag útí alrúninna og seldu hana. Nokkrum árum síðar voru þau flutt með barnið úr þorpinu og voru þá orðnir hirðingjar. Þeim tókst ætlunarverk sitt litli Tan-ghil var alveg tilfinningalaust barn. Þegar Tan-ghil var tveggja ára þá drap hann föður sinn. Atvikið átti sér stað þegar móðirin var inní tjaldinu þeirra með barnið, þá kom faðir hans inn og sparkaði í drenginn. Tan-ghil varð æfa reiður og orgaði hátt, tók upp hníf og kastaði honum í háls föður síns sem dó á stundinni. Móðirin veinaði hátt og Tan-ghil langaði mjög svo til þess að drepa hana líka en hætti við, hann þurfti að hafa hana aðeins lengur. Eftir dauða föður sins þá réð móðirin ekkert við barnið. Drengurinn drap alla sem honum líkaði ekki við og þeir voru margir. ekki virtist vera hægt að drepa drenginn, hann var slægur einsog rotta fram úr hófi tortrygginn. Hann drap líka móður sína þegar hann var tólf ára. Þau voru að fara að dansa á einhverri hátíð í þorpinu þar sem hann bjó en Tan-ghil vildi ekki fara. Þá fóru þau mæðgin að rífast og Tan-ghil réðst á móður sína og drap hana. Áður en hann drap hana þá sá hanní augum móður sinnar að henni þótti vænt um hann og drap hana vegna þess. Þegar Tan-ghil var fjórtán ára þá gat hann sitt fyrsta barn en það varð nú bara venjulegt. Þótt Tan-ghil væri ekki höfðinginn í þorpinu þá réð hann öllu þar. Brátt fréttist til þeirra sem réðu landinu um illa þjóðflokksinn hans Tan-ghils og sendu þeir því riddaralið til að eyða þorpsbúum. Þorpsbúar flúðu þá í norðvesturátt. Þjóðflokkurinn sem kom úr austri kom að Taran-gai og settust þar að. Þegar Tan-ghil var um þrítugt þá þá stal hann alrúninni þegar húsbóndi hennar var að baða sig. hann tók bita af henni og gól seið. Alrúnin hafði þá gert þennan bita banvænan og Tan-ghil dó. Þá kom Shama til hans. Shama og Tan-ghil gerðu samning, Tan-ghil átti að ganga í þjónustu Shama og færa honum blóm í garðinn hans. Shama vildi komast af því hversu Tan-ghil væri illur og sagði honum frá lindunum þó aðallega frá lind illskunnar sem engum hafði tekist að komast að, lindin gæfi honum vald og eilíft líf. Þetta sagði Shama honum, sem varð mjög ákafur í að ná í vatnið sem væri í illsku lindinni. Þar sem Shama var viss um að Tan-ghil hefði einhvern veikleika, en hann vildi ekki að Tan-ghil mundi deyja þarna í hellunum svo hann gaf honum flautu sem gæti lífgað hann við ef hann væri að deyja. Shama vísaði honum að vegnum að lindinni. Tan-ghil hafði eingann kyndillbera einsog Shira svo þetta varð aðeins erfiðara fyrir hann. Hann þurfti að nota flautuna sem Shama hafði gefið honum tvisvar á leið sinni í gegnum hellana áður enn hann komst að lindinni. Þegar hann komst loks að lindinni þá þurfti hann að sverja eið áður enn hann kæmist að vatninu. Hann þurfti að sverja það að einn af ættingjum hans í hverjum ættlið ætti að ganga í þjónustu hins illa og vinna illvirki til þess að gefa Shama falleg blóm í garðinn sinn. Þau illu áttu að þekkjast á rammgulum augum og áttu að hafa yfirnáttúrulega hæfileika. Tan-ghil samþykkti það og fór því og fyllti krúsina sína og drakk einn sopa af vatninu. Það var svo vont og sárt að hann drakk ekki meira af því, þess vegna þurfti hann að drekka aftur af vatninu þegar hann vaknaði aftur. Þegar Tan-ghil kom aftur heim til sín í kofann sinn þurfti hann kvíld í marga mánuði. Eftir kvíldinna þá vildi hann fara burt frá þessu fjallalandi og útí heiminn sem hann ætlaði að taka undir sig. Hann fór með fullt af fólki en einhverjir urðu þá eftir í Taran-gai og þar á meðal synir Tan-ghils þeyr Vetrarsorg og Auga illskunnar. Hópur Tan-ghils fór í vesturátt og Þau komust til Noregs með því að fylgja Íshafinu. Þau flökkuðu lengi um því enginn vildi hafa þau vegna djöfulsins sem þau voru með hann Tan-ghil sem var núna einsog honum er líst með fugls gogg fyri nef eyrun flöt á höfðinu og lítill, með klær fyrir hendur. Tan-ghil hafði verið mjög fríður sem barn og áður en hann fór til linda illskunnar en núna var hann ljótur og illskan farinn að setja mark á sig á honum. Ferðin til Þrændalaga tók mörg ár. Þau komust til bæjarins Niðarós og bjuggu þar lengi og þar leið þeim vel. Tan-ghil sem hafði alltaf farið huldu höfði en brátt komst upp um hann og flokkurinn litli rekinn úr bænum, þau voru nú kominn aftur á flakk. Nýji eigandi alrúnarninar (sá gamli hafði stolið henni aftur með Tan-ghil hafði verið í burtu hjá lindinni og gefið síðan syni sínum hana). Hann var að deyja og varð að láta alrúnnina frá sér áður en hann dæi og seldi Tan-ghil hana fyrir eina bláklukka. Þau héldu því áfram þangað til að þau komu að dal Ísfólksins þar settist þau að og Tan-ghil byggði sér hús hátt uppí fjallinu þar sem kofi Hönnu og Gríms stóð síðar og lá sem mara yfir dalnum og íbúum hans. Þegar Tan-ghil var orðin “gamall” þá ákvað hann að búa sér til erfingja og bandamann og gat því með einni konunni Ghil hinn grimma sem var bannfærður og leit upp til föður síns og var þræll hans. Ghil hinn grimmi eignaðist tvö börn þau Krestiern og Dídu litlu sem var bannfærð en hún varð einsog Heikir fyrir barðinu á illa arfinum og barðist gegn bannfærðinni auk Sigleik frænda síns sem var ekki fæddur þarna. Á þessum tíma voru íbúar dalsins þrælar Þengils (Hann tók upp Þengil nafnið þega einn af afbrota mönnunum sem hann hleifti inn gat ekki borið fram nafnið hans og kallaði hann bara Þengil en það þýddi höfðingi og því tók Tan-ghil upp það nafn) og þeir máttu ekki fara út úr dalnum bara Ghil sonur Þengils mátti fara stöku sinnum úr og Jólin mátti það líka þeir voru dyggustu þrælar hans. Ef fólkið í dalnum vogaði sér að reyna að flýja úr dalnum eða óhlýðnuðust honum á einhvern hátt dó samstundis. Dida var að fara með vistir og þvott til afa síns sem hún fyrirleit, það var hennar verk að færa honum það og taka skítugan þvottinn hans, það var hennar verk því hún var eini ættingi hans í þessum dal.(bæði bróðir hennar og faðir voru dánir) Vanalega þá skyldi hún dótið hans við dyrnar hjá honum, hann kom ekki oft út en þennan dag gerði hann það og Dída hafði aldrei séð neitt jafn ógeðslegt. Hún var neydd geng vilja sínum að fara inn í kofann hans. Hann var reiður, það boðaði aldrei neitt gott, hann var reiður því það voru svo fáir af ætt Ísfkólksins í dalnum bara þrjú (bróðir hennar hafði eignast son sem hafði verið illa bannfærður en hafði dáið fyrir nokkrum árum, hann eignaðist eina dóttur), Dída sagðist ætla að gifta sig þegar tíminn var kominn en það leyst Þengil ekkert á, hann galdraði af Dídu fötin og nauðgaði henni svo. Dída eignaðist tvíbura með afa sínum en það sagði hún aldrei börnunum. Börnin hétu Tiili og Targenor og var drengurinn bannfærður en það fannst ekkert íllt í honum. Þegar Tiili var sextán þá fann hún alrúnina, Þengill kastað henni í lækinn fyrir ofan húsið þeirra. Tiili unni alrúnini og bjó til föt og rúm handa henni. Eitt sinn tóku börnin í þorpinu alrúnina hennar og Tiili fór og náði í hana en hún kom aldrei aftur. Þengill hvarf líka sama kvöld, það hafði verið hann sem lét börnin taka alrúnina. Hann hafði rænt Tiili litlu og notaði hana sem hlið inní hellinn þar sem klukkan hans var geymd. Þar þurfti Tiili litla að hanga á vegnum, nakinn í margar aldir. Þengill var í burtu í mánuð útí eyðimörkinni svo kom hann aftur en aldrei kom Tiili litla. Targenor náði í alrúnina til banana og gætti hennar. Targenor var höfðingi íbúanna í dalnum, hann hafði verið útvalinn af Þengil til að svæfa hann þegar tíminn mundi koma. Þegar Targenor var 22 þá plataði Gró hann illa bannfærð frænka hans hann til þess að fara niður að á og ná í veiði færin hennar sem hún hafði mist í vatnið. Targenor var góður og vildi hjálpa frænku sinni og fór niður af á og klæddi sig úr og tók þá líka alrúnina af sér. Hann náði ekki niður af vatninu Þengill kom og hnefti hann í álög, Targenor var þræll Þengils. Næsta dag Fór Targenor sama hvernig Dida bað hann þá fór hann samt með Þengil. Þegar Jólin hafði tekið fjársjóð Ísfólksins með sér þegar hann fór eitt sinn úr dalnum hafði hann tekið töfraflautuna sem Shama gaf Þengill, Dida og Targenor gerðu þá aðra alveg eins sem og tók Targenor hana með sér, þessi flauta var gagnlaus, hún gat ekki vakið Þengil aftur upp þegar Targenor væri búin að svæfa hann en það vissi Þengill ekki. Targenor átti að fara og finna rottu fangarann og fá hjá honum flautu sem gæti svæft Þengill. Rottu fangarinn leysti Targenor frá álögum og lét hann fá hlóðpípu sem gæti svæft hann. Targenor vissi núna að flautan sem hann væri með gæti ekki vakið Þengill aftur en núna var honum sama hann var ekki lengur í álögunum en fór samt til Þengils hann yrði að svæfa hann. Targenor náði að blekkja þengil, hann fann djúpan helli fyrir Þengil að vera, þá kom eitt sem Targenor hafði ekki reiknað með. Þengill lét þannig vera að þegar Targenor mundi deyja mundi hann reika um jörðina þangað til kallið kæmi og hann mundi vekja hann aftur. Targenor svæfði Þengil og sagði svo honum til syndanna, hann sagði honum frá því að hann ætlaði ekki að vekja hann aftur að flautan sem hann væri með virkaði ekki. Þengill varð æfur og drap Targenor sem reikaði svo um jörðina og gætti Þengils svo hann gæti svæft hann aftur ef hann skyldi vakna af dvalanum. Þengill gat flyst með ættingjum sínum með hugarorkunni og haft samband við suma þeirra. Skynmynd hans var samt í Dal Ísfólksins til að verja krúsina hans. Hann lét Kolgrím drepa Þorgeir sem hann vissi að ætti að stöðva hann. Birtist Úlfari og sagði honum til verka, með hugarorku sinni gat hann gert mart. hann lét næturdjöfulinn Tamlin fylgjast með þeim á Lindarbæ einu sinni. með hugarorku sinni birtist hann t.d. Heiki og Þulu og lét þau næstum vekja sig og mart annað gerði hann ættingjum sínum. Hann vaknaði svo alveg af dvalanum árið 1960 en Natnaíel náði þá að eyða honum af yfirborði jarðar.