Hún er ekki endilega sem best skrifuð, en ég vildi ekki vera að breyta miklu :)
Sagan byrjar um 1500. Silja er ein og heimilislaus eftir að hafa misst fjölskyldu sína úr pestinni sem var að ganga. Hún ákveður að fara úr Þrándheimum og ætlar að fara að stóra líkbálinu til að hlýja sér. Hjá líkbálinu eru líka pyntunartæki til að pynta menn sem eitthvað hafa gert rangt.
Hún finnur litla tveggja ára stelpu við lík móður sinnar, og þessi litla stelpa er að reyna að vekja móðir sína. Þessi stelpa var falleg og með dökka lokka og sérkennileg gul augu. Silja vissi að þessi litla stelpa myndi deyja ef að hún myndi verða ein eftir hjá dauðri móður sinni, sem hafði augljóslega dáið úr pestinni. Silja tekur semsagt litlu stelpuna að sér og kallar hana Sunnu.
Þær fara gegnum skóg, af því að það er styttri leiðin að bálinu. Þau heyra barnsgrát í skóginum og Silja er hrædd af því að hún heldur að þetta sé barn sem hefur verið borið út fyrir löngu og sé núna afturganga. En Sunna vill endilega finna þetta barn og að lokum fær hún Silju til þess, hikandi þó. Kom svo í ljós að þetta var nýfætt barn sem hafði verið borið út þennan sama dag. Barnið var vafið inn í sjal, sjal sem var augljóslega frá tignum ættum, og það væri hægt að selja það fyrir ágætis pening.
Silja er svo góð að taka barnið líka að sér og ætlar að kalla það Dag eða Líf, fer eftir hvor kynið það sé.
Silja heldur áfram í gegnum skóginn með börnin tvö sem hún hafði tekið að sér.
Þau eru alveg að koma að bálinu þegar óhugnanlegur maður, með stórar axlir og dökkt hár kemur til hennar. Hann heitir Þengill. Hann biður hana um að gera sér greiða. Hann segir að bróðir sinn hafði verið tekinn út af einhverri ástæðu og átti nú að vera pyntaður þangað til að mennirnir fengu einhver svör. Hún fellst á þetta af því að hann ætlar að finna handa henni og börnunum húsaskjól sem gjald. Hann lætur hana hafa skjal, skjal sem aðeins sendiboði kóngsins ætti að hafa, og segir henni að láta sem að bróðir sinn sé sendiboði kóngsins og að hún sé gift honum og að þetta séu börnin þeirra og þeir eigi að sleppa honum.
Hún gerir þetta og þeir sleppa loksins bróðir þessa Þengils. Bróðir Þengils er mjög myndarlegur og heitir Hemingur Fógetadrápari. En kemur svo í ljós að þeir eru ekki bræður, heldur eru þeir báðir uppreisnarmenn.
Þengill stendur við það sem hann lofaði og finnur húsaskjól fyrir þau hjá manni að nafni Benedikt. Hann var ekkill og var með tvær ráðskonur hjá sér.
Silju byrjar að dreyma um Þengil um að hann væri djöfull og eitthvað álíka og finnst hann, þrátt vilja sínum, afskaplega kynþokkafullur. En þó er hún með eitthvað ‘thing’ fyrir Hemingi, enda var hann svo rosalega fallegur.
Benedikt er málari og Silja fékk að fara með honum að mála kirkju. Þótt að það sæmdi ekki konu fékk Silja að mála. Hún málaði konu og djöful sem reyndi að draga konuna á tálar. Hún gerði þetta ekki viljandi, heldur var hún eins og í leiðslu. En þessi djöfull sem hún hafði málað var í rauninni ósköp líkt honum Þengli.
Henni og börnunum vegnaði vel hjá Benedikt þar til að mágkona hans kom í ‘heimsókn’. Hún hafði ákveðið að flytja þar inn ásamt tvem frekum börnum sínum. Þessi kona var mjög ráðsöm og breytti miklu á heimilinu. Hún laug að Silja væri norn, svo að yfirvöld myndu finna hana og brenna hana á báli. En Silja frétti af því nógu fljótt og flúði með Þengli hinum góða upp í dal Ísfólksins, og tók Sunnu og Dag með sér. Í þessum dal kynntist hún norninni Hönnu og galdramanninum Grími. Þau voru bæði vond. Silja og Þengill voru ástfangin í hvoru öðru og giftust. Svo eignuðust barn, stúlku að nafni Líf Hanna, en fæðingin gekk mjög illa, og þurfti nornin Hanna að koma og hjálpa við fæðinguna. Þannig endar Álagafjötrar.
————–
Farið nú að vera dugleg að senda inn greinar, krakkar mínir!
Music.. my escape from reality.