Hér kemur svo annar hluti greinaskrifa minna um mínar uppáhalds persónur Ísfólksins og hérna ætla ég að skrifa um Sunnu af ætt Ísfólksins.
Sunna af ætt Ísfólksins – hluti 1
Sunna fæddist árið 1579, einhversstaðar í Þrándheimi. Móðir hennar var Sunniva (eldri) af ætt Ísfólksins, systir Þengils. Sunniva fluttist úr dal Ísfólksins og reyndi fyrir sér í heiminum fyrir utan. Hún lést af plágunni 1581 ásamt litlu kornabarni sínu. Silja, sjálf ættmóðirinn, fann Sunnu við lík móður sinnar og tók hana að sér. Sunna hjálpaði Silju að finna Dag, verðandi ,,bróður sinn” með náðargáfu sinni. Silja og Sunna voru síðan sameinaðar með Þengli – sem komst að Sunna væri frænka hans og systir hans væri því dáin.
Sunna var bannfærð, norn en hlaut ekki í vöggugjöf hið algenga útlit bannfærða heldur var henni gefið forkunnarfegurð og afar tælandi augnarráð. Sunna barðist allt sitt líf við hinn vonda arf Ísfólksins en ekki tókst það alltaf sem skyldi. Hún fékk þó mikla hjálp frá fósturforeldrum sínum, Silju og Þengli.
Hún bjó í dal Ísfólksins þar til hún varð 7 ára en þá flúði hún ásam Þengli, Silju, Degi og ófædda Ara. Fjölskyldan settist að á Lindarbæ og þar var Sunna ánægð – hún var örugg þar með fjölskyldu sinni en saknaði ætíð Hönnu og Gríms sem höfðu skilið hana svo.
Í Grásteinshólmasókn var prestur og ávallt til hjálpar prestsins var djákni sem tók starf sitt afar alvarlega. Hann var einn af hinum svokölluðu djáknum sem vildu helst predika yfir almúganum um eld og brennistein – hann sá synd í hverju horni og hverjum fátækum bónda. Hann hafði beðið eftir tækifæri til að segja frá einhverju nógu syndsamlegu í rannsóknarréttinn og nú taldi hann að hann gæti sagt þeim frá galdralýðnum á Lindarbæ. Hann fór til rannsóknarréttarins og sagði þeim frá fjölskyldunni á Lindarbæ – að hún væri allt galdralýður og það ætti að brenna öll á báli. Rannsóknarrétturinn sendi mann og hann komst inn á Lindarbæ með því að sýnast vera veikur ferðamaður. En sama hvað hann reyndi að sanna á þeim galdra, þá tókst það ekki. Samviskan kom í veg fyrir það – honum byrjaði að líka við þau og að lokum fór hann heim á leið. Hann komst þó ekki langt! Sunna stoppaði hann en gerði það þó ekki á réttan hátt – hún drap hann með því að eitra á honum hugann með þunglyndishugsunum, svo hann framdi sjálfsmorð. Sunna sagði síðan við Þengil sem tók á móti henni eftir verknaðinn að hún varð að gera þetta – hann ætlaði að harma fjölskyldu sína og Þengill skildi það innst inni þó hann hafi verið reiður.
Sunna hélt sér í skefjum árin á eftir og hafði lofað Þengli og Silju að vera stillt þar til hún yrði tvítug en þá yrði hún frjáls að gera hvað sem hún vildi gera.
En á meðan maðurinn frá rannsóknarréttinum var í heimsókn þá gerðistþað að Sunna tældi hinn saklausa vinnuman, Kláus í skóginum í hlíðum Grásteinshólmasóknar. Sunna notaði ástarlyf Ísfólksins og setti ofan í vínflösku og bauð honum drekka, sem hann gerði. Kláus greyjið var algjörlega hjálparlaus því hann sjálfur hafði verið ofurölvi af fegurð hennar og umsvifalaust hrifinn. Lýsing Kláusar á hinni fjórtán ára Sunnu af ætt Ísfólksins var eftirfarandi:
“Dökkbrúnir lokkar umkringdu þríhyrnt kattarandlitið, augun voru leiftrandi græn, varir og vangar rjóðir. Hún gekk svo leikandi létt og tignarlega, og það fór straumur um hann, þegar hann sá fagurlagaðar mjaðmirnar hreyfast.”
(Takið vel eftir að Sunna var aðeins fjórtán ára þegar Kláus lýsti henni svo!)
Þengill og Silja voru orðin áhyggjufull yfir þeim vegi sem Sunna sýndist velja. Þau vissu auðvitað ekki á þeim tíma að hún hafði tælt hann en þeim grunaði þó að eitthvað hafði gerst sem hafði breytt henni.
Sunna sjálf hafði alltaf verið hrifin af vinnumönnum og öðrum kraftaralegum mönnum og tók strax eftir klaufanum honum Kláusi. Hún sá tækifæri til að kanna eitthvað sem hún var mjög forvitin um og greip það. Það var rétt hjá Silju og Þengli, reynslan breytti Sunnu en hún var þó viss um að það væri til betra en þetta. Sunna svo sannarlega reyndi eftir bestu getu að vera sem stilltust fyrir fjölskyldu sína. Þó komu upp stundir sem bannfærði hlutinn af henni gaus upp og hún varð að sefja huga sinn með galdraiðkun.
Svo kom sá dagur upp að hún gat farið út í hinn stóra heim – hún fékk tækifæri að fara til Kaupmannahafnar. Dagur var farinn út til Kaupmannahafnar í skóla og hún fór til hans í Kaupmannahöfn. Samkvæmt fjölskyldunni ætlaði Sunna að vera í mánuð í Kaupmannahöfn en hún vissi sjálf að það myndi verða miklu lengra.
Það mun koma annar hluti – þetta var orðið svolítið langt svo hinn hlutinn mun koma eftir nokkra daga…