Ritgerð sem ég gerði fyrir skólann
Álagafjötrar - Margit Sandemo
Bókin Álagafjötrar er fyrsta bókin í bókaflokknum: Sagan um Ísfólkið. Bókin er eftir norska rithöfundinn Margir SAndemo. Hún fæddist í Valdres árið 1924 og er dóttir sveitaskáldsins Anders Underdal og sænsku hefðarfrúnnar Elsa Reuterskiöld af ættinni Oxenstierna af Korsholm og Wasa. Hún hefur einnig skrifað bókaflokkana: Galdrameistarinn og Ríki ljóssins ásamt ýmsum öðrum bókum. Álagafjötrar var gefin út af Prenthúsinu árið 1982, þýðandi bókarinnar er Ingibjörg Jónsdóttir.
Árið 1581 geisaði mikil farsótt (plága) í Noregi. Silja Arngrímsdóttir og Charlotte Meiden ganga báðar um götur Þrándheims án þess að vita af hvor annarri. Charlotte ber út barnið sitt sem hún fæddi eftir einnar nætur gaman. Silja er eirðarlaus, svöng og nýbúin að missa alla ættingja sína í plágunni. Hún finnur tveggja ára stúlkubarn (Sunnu) við lík móður sinnar, sem hún tekur að sér en veit ekki hvernig hún á að geta útvegað mat fyrir þær báðar þar sem hún fær einstaka sinnum þurrar brauðskorpur. Hún er ákveðin í að komast úr Þrándheimi að líkbrennunum fyrir utan Þrándheim, svo hún geti ornað sér við eldinn. Silja og Sunna ganga í gegnum skóginn að líkbrennunum þegar þær heyra barnsgrát. Silja verður hrædd af því að hún heldur að þarna sé útburður, en Sunna vill finna barnið og dregur Silju með sér að hljóðinu. Þar skírir Silja útburðinn, dagur ef það er strákur og Líf ef það er stelpa. En barnið er lifandi, og Silja tekur það að sér. Þær ganga lengra í gegnum skóginn og sjá síðan ljóshærðan ungan mann í fylgd með hermönnum, það átti að líflátahann. Stuttu seinna er maður fyrir aftan þær, manndýrið…
Hann biður Silju um að bjarga unga manninum, hún á að segjast vera konan hans og segja að börnin tvö séu dætur hans. Síðan á hún að þykjast finna bréf í fötunum hans sem á að sanna að hann sé sendiboði konungs. Eftir að hún hefur bjargað unga manninum (Hemingi) útvegar manndýrið henni og börnunum tveimur heimili hjá kirkjumálara að nafni Benidikt. Tvær gamlar konur sem heita Gréta og María annast börnin á meðan Silja hjálpar Benidikti að mála í kirkjunni. Silja kemst að því að barnið sem hún fann í skóginum var strákur, svo að hann heitir Dagur. Sunna verður veik og manndýrið sem heitir Þengill kemur og læknar hana og kalið á fæti Silju. Þegar jólaundirbúningurinn stendur sem hæst kemur Abelone mágkona Benidikts með spikfeitu krakkana sína tvo. Stuttu seinna klagar Abelone Silju fyrir fógetanum fyrir að hafa sést í fylgd með Þengli. Silja, Sunna og Dagur þurfa að flýja í flýti en þau vita ekkert hvert þau eiga að fara. Þá kemur Þengill og fer með þau upp í Útgarðsfjöll í fjalladal Ísfólksins, þar sem þau fá að búa í húsi Þengils hliðina á húsi Eldríðar frænku Þengils. Hemingur reynir að nauðga Silju en fær að mæta reiði Þengils og flýr úr dalnum. Silja og Þengill giftast, höfðingi Ísfólksins er í hlutverki prestsins. Hann heldur að Silja hafi gifts Þengli í örvæntingu sinni af því að sonur hans, Hemingur hafði farið úr dalnum. Silja verður ólétt og þegar stundin rennur upp að hún eigi að fæða barnið, biður hún um að það verði náð í Hönnu sem er eldgömul frænka Þengils. Enginn vill ná í hana en Hanna kemur sjálf aðeins seinna. Hún gefur Silju eitthvað duft svo hún eigi auðveldara með að fæða barnið. Þegar barnið fæðist er það skírt Líf Hanna í höfuðið á guðmóður þess Hönnu…
Bókin Álagafjötrar er um það hvernig Silja og Þengill kynnast og upphafinu af 47 bókum um Ísfólkið. Þetta var mjög góð bók, en svolítið langdregin.
Silja Arngrímsdóttir er dóttir yfirsmiðs á stórbýli. Hún var aðeins sautján ára þegar allir ættingjar hennar dóu í plágunni árið 1581.
Þengill af ætt Ísfólksins er mjög óhamingjusamur maður sem allir óttast. Hann er mjög ljótur en mjög aðlaðandi með dýrslegt aðdráttarafl.
Sunna Angelica af ætt Ísfólksins er systurdóttir Þengils sem Silja fann við lík móður hennar sem hét Sunniva, sem dó úr plágunni. Þá var Sunna aðeins tveggja ára.
Charlotte Meiden er dóttir baróns. Hún fæðir lausaleikskróga sem hún ber út.
Dagur Kristján Meiden er lausaleikskróginn sem Charlotte bar út. Silja fann hann í skógi fyrir utan Þrándheim nálægt líkbrennu og pyntingarstað.
Hemingur fógetadrápari er ljóshærði ungi maðurinn sem Þengill biður Silju um að bjarga. Hann er einn af Ísfólkinu en hann er samt ekkert skyldur Þengli og Sunnu.
Benidikt málari er góður maður sem leyfir Silju, Sunnu og Degi að búa hjá sér.
Eldríður er frænka Þengils.
Hanna er eldgömul frænka Þengils. Hún er tveimur kynslóðum eldri en hann. Hún er ein af þeim bannf´rðu.
Sagan byrjar árið 1581 í Þrándheimi og endar í kringum 1582-1583 í Útgarðsfjöllum í fjalladal Ísfólksins.
Bókin var bara mjög góð, en samt eru hinar bækurnar í bókaflokknum: Sagan um Ísfólkið, mikið betri.