Hugmyndina af þessari grein fékk ég hjá Halkötlu sem kom með fína grein um Úlfhéðinn Paladín af ætt Ísfólksins og vil þakka henni fyrir hana – frábært framlag.
Fyrst þegar ég byrjaði að hugsa um hvort það væri nú ekki komin tími á almennilega grein frá mér um Ísfólkið þá datt mér strax í hug greinin um Úlfhéðinn frá Halkötlu. Að skrifa eins ítarlega og hægt er, um uppáhaldspersónuna mína en svo eru þær svo margar svo að ég ætla að bara að skrifa margar greinar um mínar uppáhaldspersónur, ein grein fyrir hverja persónu.
Ég þurfti að leggja höfuðið í bleyti varðandi hvaða persónu ég vildi skrifa um fyrst. En höfuðið varð nú ekki orðið mjög blautt þegar Marco kom upp í hugann! Þó þegar ég hugsaði meira um það þá var það eitthvað svo auðveld að taka hann fyrst og langaði að skrifa um Þengill hinn góða og Silju og aðrar persónur sem komu á undan. Svo ég ákvað að gera þetta bara í tímaröð og byrja á byrjuninni (Með fyrsta eiginlega Ísfólkinu).
Þengill og Silja
Þengill og Silja eru ein af merkustu persónum Ísfólksins og byrjar bókaflokkurinn á bók um þau – Álagafjötrar. Fyrst ætla ég að segja ykkur aðeins frá Þengli, frá lífi hans ,,fyrir Silju”.
Þengill fæddist árið 1548 og er sonur Línu af ætt Ísfólksins sem var svo dóttir Þóris en það kom fram í bókunum að Þengill vissi ekki einu sinni sjálfur hver faðir hans hafði verið og á hann eina hálfssystur sem heitir Sunniva af ætt Ísfólksins. Sunniva flutti úr dal Ísfólksins þegar hún komst á fullorðinsár og reyndi fyrir sér í heiminum fyrir utan en henni tókst það ekki sem skildi og að lokum varð hún plágunni að bráð. Henni tókst þó að skilja eitthvað eftir sig, tvær dætur en ein lést sem aðeins kornabarn með móður sinni en Sunna Angelíka ( eins og við öll vitum ) lifði af með mikla hjálp frá Silju sjálfri.
Í barnæsku átti Þengill erfitt, eins og flestir af þeim bannfærðu. Þegar hann fæddist lést móðir hans af erfiðleikum í fæðingunni. Hún rifnaði öll upp þegar hann kom í heiminn með þessar stóru bannfærðu axlir. Hann fann fyrir dauða hennar alla sína ævi og fannst það sín eigin sök – hans axlir en Silja reyndi að hjálpa honum og sagði honum að það væri ekki honum að kenna að axlirnar á honum væru eins og þær voru heldur hafði hann fengið þær í arf frá sínum illa ættföður.
Bannfærðir fæðast illir eða góðir og hann Þengill fæddist svo sannarlega góður en ávallt átti hann erfitt uppdráttar og þá sérstaklega þegar hann var sem barn í dal Ísfólksins. Aðrir bannfærðir reyndu að snúa honum alveg til ills. Hann sá þó að hið illa væri ekki rétti staðurinn fyrir hann og reyndi ávallt að vera góður.
Í bók nr. 1 byrjar sagan á sögunni um Silju. Hún er ung og einmanna stúlka í Þrándheimi. Plágan ræður ríkum og Silja hefur misst alla fjölskyldu sína í plágunni og var hent af bænum. Hún ráfar nú um Þránheim og finnur litla stelpu, aðeins tveggja ára og með hjálp hennar finnur hún einnig kornabarn sem hafði verið borið út. Hún skírir barnið Dag – til að skýla honum frá óvættum næturinnar. Nú ber hún ábyrgð á tveimur ungum lífum og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Henni berst síðan hjálp úr óvæntri átt, maður á óræðnum aldri – Þengill af ætt Ísfólksins. Þó hún viti það ekki strax. Hann hjálpar henni á bæ og brátt magnast upp þrá hjá Silju – hún verður hrifin af manninum sem hún veit ekki hvað heitir. Svo kemst allt saman upp og allt fer í bála brand.
Silja kemst að að maðurinn heitir Þengill af ætt Ísfólksins. Og að litla stúlkan sem hún bjargaði í bæ í Þrándheimi sé frænka hans Þengils og móðir hennar hafði verið systir hans sem hvarf úr dal ísfólkins. Þengill verður sorgmæddur við þessar fréttir en um leið glaður að frænka hans hafði verið bjargað. Þengill tekur þó brátt eftir að ekki er allt með felldu hjá litlu frænku hans Sunnu – hann heldur brátt og Silja einnig að hún sé bannfærð en hafi þó sloppið við ljóta útlitið sem oft fylgjir bannfærður.
Þengill, Silja og litlu börnin tvö eru nú á flótta undan lögunum og Þengill leysir þann vanda með því að fara með þau inn í dal Ísfólksins. Þegar það gerist er Silja þegar orðin ástfangin af Þengli en hann vildi ekki gera neitt í því, því hann var hrifinn af henni líka en vildi ekki leggja á hana bölvun ísfólksins. Þengill hins vegar getur varla gert neitt í því, því þegar ástin hefur ákveðið sig þá er ekki hægt að neita henni. Þegar þau eru flutt í dal ísfólksins tekur ástin völd og þar eignast þau litla dóttur, Líf Hönnu.
Þegar þar er komið við sögu er komið í ljós að Sunna sé bannfærð og uppeldið á henni er erfitt. Hanna tekur Sunnu í læri og gefur henni ýmis gömul galdralyf Ísfólksins.
Silja hefur þá þegar kynnst Hönnu, sem segjir henni að þau Þengill eru eina Ísfólkið og að Sunna sé aðeins blindgata. Silja skilur ekki Hönnu og Þengill verður brátt órólegur. Síðan gerist það óvænlega – þau þurfa að flýja undan hermönnum sem koma í dalinn til að drepa galdralýðinn. Þeim tekst að flýja með börnin tvö en hinir í dalnum eru drepnir og komast ekki undan.
Þengill kemst að því að Silja sé ólétt á ný og verður áhyggjufullri af afkomu þeirra. Þau komast til byggða og hjálpa til á bænum þar sem Silja var áður en þau fóru í dal Ísfólksins. Þau lenda þó í vandræðum með heimili og mat en Silja reddar þá málunum. Hún kemst að hver móðir Dags heitir, Charlotta Meiden barónessa. Hún fer til hennar og biður um hjálp. Fyrir utan aðeins misskilnings í fyrstu ákveður barónessan og móðir hennar að hjálpa þeim.
Barónessan flytur með fjölskyldunni litlu í Grásteinshólmasókn í herrasetrið sitt og gefur þeim litla bæinn við hliðinn á honum, Lindarbæ.
Í Lindarbæ kemst lífið brátt á réttan veg – Silja er ólétt og óléttan hjá henni gengur ekki sem skildi. Hún verður veik og fæðir brátt barnið, sem er skírt Ari. Þengill, ljósmóðirinn, læknirinn og Sunna öll hjálpast til að reyna bjarga henni. Það tekst og rólegt en fjörugt líf tekur hjá litlu fjölskyldunni.
Þetta ævintýri Silju og Þengils má segja að hafi verið það stærsta hjá þeim. Nú taka Dagur, Líf Hanna, Ari og hin magnaða Sunna við og ævintýrin hjá þeim eru í næstu bókum.
Silja og Þengill dóu árið 1621. Þá var Silja orðin veik og Þengill orðinn rúmlega 70 ára gamall. Þengill gaf þeim báðum eitur því að Sunniva, dóttir Sunnu hafði þann sama dag fædd einn annan af bannfærðann af ætt Ísfólksins. Sunniva dó við fæðingunna og Þengill laug að Silju að hún hafði verið góð og fædd óbannfærðan strák. Hann þoldi ekki lengur við – hann vildi að Sunniva hafði misst fóstrið því eins og við vitum – voru Sunniva og Tarald saman en þau voru bæði af ætt Ísfólksins. Það er hættulegt og eykst líkurnar á að fæða bannfærðan einstakling.
Ég stiklaði á stóru í þessari grein minni og veit að mætti segja meira frá Sunnu og lífinu eftir dal Ísfólksins en ákvað að grein um Sunnu kæmi næst.
Vona að lesning verði góð og endilega komið með athuganir á greininni.