Mín reynsla á því að lesa bækur eftir Margrit Sandemo!
Þó svo að Margrit Sandemo sé ekkert endilega alveg eðlileg í hausnum (eins og margir aðrir) þá hefur hún frábæran hæfileika til að skrifa bækur sem halda manni vel við efnið og þó svo að þær séu ekkert endilega þvílíkt góðar og skemmtilegar þá er einhvern veginn ekki hægt að hætta í miðri bók eftir hana og bara hætta. Löngunin í að vita meira er svo sterk, það er létt að setja sig í spor persónanna hennar þó að maður eigi lítið sem ekkert sameiginlegt með persónunni nema kannski að þykja vatn gott eða eitthvað álíka. Seríurnar eftir hana er næstum ávanabindandi.
Þegar ég var 13. ára kynntist ég fyrst Ísfólkinu (hafði aldrei heyrt um þær, mamma las þær aldrei eða neitt). Pabbi var eitthvað að hjálpa bróður sínum í sumarbústað og kona bróður pabba sá að mér leiddist og spurði hvort ég vildi ekki lesa bara. Ég sagði jú, var svona frekar mikið feimin á þessum tíma. Hún rétti mér bók nr.1 og ég las aftan á og bara hvað er þetta?? En ákvað samt að lesa, ég var lengi að skilja samhengið en þegar ég var komin inn í þetta var ég föst og tíminn flaug gjörsamlega frá mér og fyrr en varði var ég í dal Ísfólksins (þetta var uppí sveit við fjall, þannig að ég sé alltaf þetta þegar ég les). Ég fékk bók nr.1, 3 og 4 með mér heim…það var ekki til nr.2 í sumarbústaðnum. Ég kláraði bækurnar fyrir jól var eitthvað um 6 mánuði að þessu.
Eftir að ég byrjaði að lesa bækurnar gekk mér betur í skóla, ég las meira mér til skemmtunnar. Ég þroskaðist svolítið fljótt miðað við aldur og Ísfólks bækurnar hafa spilað inn í andlega hlutann. Galdrameistarann byrjaði ég að lesa ári seinna, þá vissi ég ekkert að þetta væru svipaðar bækur, ég skildi ekki baun og gafst upp. En í 10.bekk byrjaði vinkona mín að lesa þær af tilviljun (hún vildi aldrei lesa Ísfólkið) og ég ákvað að lesa bara með henni og viti menn ég varð húkt eins og áður. En reyndar var þetta orðið mjög langdregið í endanum en samt gat ég ekki hætt. Þó svo að margt þarna yrði asnalegt, dæmi: þegar Ísfólkið kemur inn þá passaði þetta samt inn.
Ríki ljóssins byrjar á skrítnum stað en ég ákvað samt að lesa áfram í því sumarið eftir 10.bekk.. Í fyrstu fannst mér þetta eiginlega ekki skemmtilegt en samt allt í lagi, ég las fram að endanum (það sem er íslenskað). Síðan þegar ég byrjaði ég í menntskóla í bekknum mínum voru 2 stelpur sem höfðu lesið bækurnar og voru álíka húkt, þá las ég þær allar aftur og byrjaði að safna þeim og er enn að. Eins og margir aðrir lennti ég í inflúensunni fyrr á árinu og var veik í viku. Mamma tók þá fyrir mig Ríki ljóssins bækurnar á bókasafninu og ég gjörsamlega kolféll fyrir Rammi og Indru og fleiri persónum, en samt mest þeim. Þau eru parið mitt..
Ég á tvær sjálfstæðar bækur eftir hana, Úr viðjum einmannaleikans og Fangi skugganna. Þær eru ágætar en samt ekki líkar Ísfólkinu. Mæli frekar með Úr viðjum einmannaleikans með tilliti til þeirra sem fíla Ísfólkið, Fangi skugganna er meira svona bók fyrir fólk sem hefur ekki lesið mikið eftir Margrit Sandemo og þekkir ekki mikið til hennar.
Margrit Sandemo er einn besti höfundur sem ég hef lesið eftir, hún er kannski ekki með svaklegar flækjur og dúllur og eitthvað svona miklar pælingar. En hún er svona álíka ímyndunnarveik eins og ég er (eða meira) og þess vegna eru bækurnar hennar, mínar “týpur”.
En já langaði bara að skrifa smá grein um mína reynslu.
Endilega kommentið er ekki mikið að skrifa svona greinar en er að reyna að æfa mig.
Takk fyrir lesninguna.
This is an incredibly romantic moment, and you're ruining it for me!