Hvað viðkemur lestri, les ég mjög mikið. Reyni að koma öllu sem viðkemur yfirnátturulegu, ævintýrum og nýverið klassískum hryllingssögum inn í hausinn á mér. Hef lesið Ísfólkið, Galdrameistarann, Ríki ljóssins, Harry Potter, Eragon og Eldest, Lord of the Rings, Hobbit og fl.bækur sem tengjast ævintýrum og yfirnátturulegu. En sama hvað ég les mikið hefur Ísfólkið alltaf staðið upp úr sem númer eitt.
Ég byrjaði að lesa það þegar ég var 12 ára gömul forvitinn stelpa og hef ekki hætt síðan. Hugmyndaflugið jókst með lestri bókanna og hef ég alltaf verið með afar svo líflegt og stórt ímyndunnarafl sem bara jókst með Ísfólkinu. Er viss um að fleiri lesendur Ísfólksins finnst það sama þegar ég segji að þegar maður las bækurnar fann maður til með persónunum og varð hræddur, glaður og sorgmæddur um leið og þau. Þegar fyrstu lestrar hófust þá komst ekkert annað inn hjá manni – maður var upptekin við annað, takk fyrir!
Myndirnar utan á bókunum hefur mér alltaf fundist skemma fyrir því sem ég sjálf ímyndaði mér hvernig persónurnar lítu út.
Ég sjálf ímyndaði mér Þengill sem stærri og ómanneskjulegri en sýndi á bókinni og sömuleiðis Heiki. Þeir bannfærðu litu út öðruvísi og eiginlega allar persónur bókarinnar. Ýktari, fallegri og flottari í hausnum á mér.
Er einhver með sömu sögu??