Fyrir þá sem eru ekki búnir að lesa allar bækurnar og vilja ekki að ég skemmi fyrir þeim endilega hættið að lesa!!
S P O I L E R ! ! ! ! ! ! ! !
Hver er þín uppáhalds bók?
Allar fjörtíu og sjö bækurnar eru flest allar mjög góðar og halda manni við efninu þar til að endablaðsíðunni kemur og getur maður ekki einu sinni hætt þar heldur tekur einfaldlega upp næstu bók og heldur áfram að lesa.
Svartir sauðir eru auðvitað í bókaflokknum eins og svartir sauðakaflar eru í skáldsögu. Þar má ég til að nefna bækur sem kannski fjalla um óbannfærða einstaklinga sem Margrit notaði til að komast að næsta bannfærða eða magnaða karakter. Þó verð ég að segja að Elísabet Paladín, Gunnhildur Grip, Vanja, Saga, Anna María og hinn ungi Henning eru undantekningar en sjálfri leiddist mér svolítið þegar hún fjallaði um t.d. Viljar, Eskill eða afkomendur Vetle og Hönnu.
Það er alveg ótrúlega erfitt að gera uppá milli bókanna en ef maður verður einfaldlega að gera uppá milli þeirra hver er þá uppáhaldsbókin þín/ykkar?
Mér finnst auðvitað einnig erfitt að svara þessari spurningu en ég hugsa nú að fyrstu 12-15 bækurnar muni nú alltaf standa upp úr en ef ég verð að segja eina bók þá myndi ég segja að Djöflafjallið, bók nr. 40, væri án efa mín uppáhalds bók. Það yrði auðveld að segja 1-4 eða næstseinasta bókin en í bók nr.40 kemur svo margt fram - allt ísfólkið kemur saman hjá Þulu og ræðir ýmislega mikilvæga atburði í sögu ísfólksins sem einfaldlega urðu að koma fram. Það fannst mér skemmtilegast við bókina að allt ísfólkið kom saman, lifandi og dautt. Einnig fannst mér frábært að Silja ,,fékk að koma”, sjálf ættmóðirinn og maður komst að mörgu sem hafði legið í dularfullri fortíðinni og hafði ekki fengið að koma fram. Auðvitað notaði hún Margrit tækifærið og leysti margar ráðgátur eins og ráðgátunna um Marco og þegar Silja sagði frá dagbókinni sinni.
Vill endilega fá líflega umræðu um þetta málefni og komið með inntök og aðrar skoðanir!!