Búið er að draga í riðla í Urban Terror fyrir komandi Skjálftamót. Riðlana má sjá <a href="http://skjalfti.simnet.is/s3-2001/urt/“>hér</a>. Allir keppa við alla, og efsta lið úr riðli #1 spilar við næstefsta úr riðli #2 og öfugt. Sigurvegarar þeirra leikja mætast svo í úrslitum.

Að ósk fjölmargra liða var TDM keppninni einnig gjörbreytt; í stað sextán liða dbl-elim var dregið í tvo átta liða riðla. Þetta þýðir að hvert lið fær _mun_ fleiri leiki, og ætti einnig að tryggja góða samkeppni á toppnum. Ekki spillir þetta svo fyrir þremur liðum sem láðist að skrá tímanlega til leiks - þau fengu ”new deal“, á sömu kjörum og önnur lið.

TDM riðlarnir eru <a href=”http://skjalfti.simnet.is/s3-2001/dmtp/">hér</a>, og má þegar sjá í hvaða röð leikirnir verða spilaðir. Hver röð táknar eina umferð, og efst má sjá á hvaða leikjaþjóni hver leikur fer fram.

Kveðja,
Smegma