og náði langt í CTF þar að auki.
Hvað heitirðu fullu nafni?
–Daníel Rúnarsson
Hvaðan kom gælunafnið?
–Heh…góð spurning - afbökun á ennþá verra nicki sem ég er að spá í að sleppa að nefna hér.(TITILL!!!)
Hvaða græjur notarðu?(Mús og músamottu)
–Logitech MX500 og fuNc.net Surface 1030 mottu
Hvað ferðu marga hringi(360°) yfir löngu hlið mottunnar?(taumottur eru flestar um það bil jafn langar)
–1 og 3/4, rúmlega.
Núna kemur ospdm8 á Skjálfta, hvað finnst þér um það kort?
–Mjög gott kort, við höfum oft verið lengi að koma nýjum kortum inn af því að íslendingar eru íhaldssamari en…margt annað - mjög kúl map, verður gaman að sjá hvernig strategíur menn koma með á það.
Hvaða Íslendingur heldurðu að eigi eftir að standa mest í Rebba á Skjálfta 2?(fyrir utan þig)
–Líklega benni eða con, efast um að Daði-Kaz muni ná að gera honum skaða þar sem að þeir eiga í platónsku sambandi sem er yfir quake hafið - hann gæti ekki meitt hann.
Hvað er uppáhalds “game modeið” þitt?(CTF, TDM eða 1on1) Af hverju?
–TDM, lang mesta pælingin í því þó að CTF geti líka verið ansi skemmtilegt. 1on1 hef ég bara aldrei fílað, líklega af því að ég er ekkert ómótstæðilega góður duelisti, en hef samt mjög gaman af því að horfa á góða duel spilara.
Hvað er uppáhalds kortið þitt í 1on1? Af hverju?
–ztn3tourney1, ef það er spilað skemmtilega - Fox leikir þar geta t.d verið mjöööög leiðinlegir en svo er gaman að horfa á menn einsog benna spila það.
Hvaða kort af þeim 4 sem eru til boða á Skjálfta 2 fílarðu minnst?(dm6, o-dm8, ztn3 & jdm8a) Af hverju?
–Persónulegt hatur á pro-q3dm6 krefst þess að ég velji/hafni því tvisvar - þó það sé skást í 1on1(samanborið við tp/ca).
Til hvaða einvígis spilara líturðu mest upp til?(fatal1ty, Trixter, uNkind, etc.) Af hverju?
-Lít í raun ekki “upp” til neins 1on1spilara þar sem ég er ekki með nein háleit markmið þar. Svo að ég breyti spurningunni þá held ég mikið/mest uppá proZaC sem all around spilara, og rebbinn er náttúrulega ekki al-slæmur ;)
Hver heldurðu að eigi eftir að vinna ESWC? (http://www.esreality.com/?a=post&id=398685)
–Væri öruggast að veðja á Rússana, sérstaklega þar sem það munu 4 rússar mæta - Þeir skila alltaf sínu. Hef samt heyrt af því að bandarísku spilararnir eru að æfa gífurlega mikið, þeir sáu eftir því að hafa ekki æft sig fyrir WCG úrslitiní fyrra og núna er verið að skipuleggja sér mót fyrir þá til að æfa sig á. Hafa verið sterkir án mikillar æfingar og verða þessvegna mjööög sterkir núna. Alveg ómögulegt að spá um það hver vinnur þetta, 20 _MASSA_ spilarar sem mæta og sem dæmi um hve sterkt þetta mót er þá verður leikmaður einsog python líklega með þeim “lélegri”.
Hver er uppáhalds byssan þín í Q3? Af hverju?
–Rocket Launcher, orginal Quake action með RL - slær því ekkert við.
Á hvaða byssur notarðu drawgun?(1 eða 2)
–Shotgun, Rocket, Shaft
Einhver lokaorð?
–Flott framtak þessi viðtala sería, og “GL” til allra sem fara á Skjálfta.
Æði.
Ravenkettle