Nú á ég við örlítið vandamál að stríða. Ég er tengdur hérna heima við linux (RH 6.2) server (þar sem tengingunni er Masqueratað á tölvur) sem er tengdur með ADSL við aðila (sem er nb. ekki opinber þjónustuaðili heldur fyrirtæki) sem er með firewall hjá sér.
Endilega segið mér; hefur einhver lent í þessu … er einhver sem getur hjálpað mér. Vandamálið er gegnumgangandi Q2, Q3 og fleiri leiki sem maður tengist í gegnum netið. Ég held að þetta sé þó í lagi með Westwood leikina en það er nottlega allt annar pakki.
Ef það hjálpar þá tekur það óvenjulega langan tíma (kannski 1/2 - 1 mín) að connecta við irkið og aðeins einn á localnetinu getur verið tengdur við það í einu.
Kveikir þetta einhver ljós?